Friday, July 17, 2009

Já SÆLL


Fyrsti vinnudagurinn í dag eftir fæðingarorlof. Er enn hálf rugluð og tölvan mín í vinnunni ekki á staðnum svo ég hef lítið annað að gera en að blogga og fá mér kaffi.


En svona án gríns er ALDREI dauð stund til að blogga heima með 2 prinsessur og 1 ektamann í sumarfríi. Stelpurnar þurfa sína umönnun og athygli 24 tíma sólarhringsins og ektamaðurinn líka svo sem, en aðalega er hann að lesa fréttir og tölvupóst í tölvunni MINNI þegar ég á nokkrar auka mínútur til stefnu.


En nú verður vonandi bót á máli fyrst ég er komin í vinnuna og fæ smá frið í kaffipásum til að blogga.

No comments: