Gleðilegt nýtt ár gott fólk og takk fyrir allt gamalt og gott.
Maður kveður árið 2008 með trega, árið sem hún Sól kom í heiminn og svo margt annað gott gerðist. Ég man að þessi tilfinning kom líka árið 2005 þegar Dögun fæddist og mér fannst að það ár ætti að endast endalaust. En samt er ekki spurning um að það verður gaman að takast á við nýtt ár með nýjum uppákomum, óvæntum atburðum og ekki síst kaffibolla umræðum með tilheyrandi súkkulaðiáti með fjölskyldu og vinum.
Nú er spurning hver kemur í fyrsta kaffibollann... ég á enn lakkrísbitakökur ;o)
7 comments:
Kom ég ekki í fyrsta kaffibollann - fæ ég vinning?
kv. mamma
Verst að ég komst ekkert að hitta ykkur þegar ég var fyrir austan... maður telur sig alltaf vera svo upptekin :S
En næst þegar ég kem austur þá kem ég í heimsókn... ;)
Gott og gleðilegt árið. Árið sem Sól verður eins árs og Dögun 4ra ára! Þetta líður. Þú geymir eina köku fyrir mig, enginn bakstur náðist á nesinu í ár. Spurning þó um geymsluþol? Hvort ég verð nógu snemma á ferðinni? Ekki víst.
Svala
Jú mamma, þú náðir fyrsta bollanum ;o)
Guðbjörg - já bölvað vesen alltaf á manni á svona hátíðis-dögum. Ég kom því ekki einu sinni í verk að koma til þín jólakortinu, það er búið að bíða hér á hillunni hjá mér síðan á þorláksmessu. Ég kem því í póst fyrir páska ......kannski ;o)
Svala, þú er bjarsýn - lakkrísbitakökurnar eru sko klárlega búnar núna, en ef þú kemur austur láttu mig bara vita með a.m.k. 2 tíma fyrirvara og ég baka handa þér nýjar..... eða eitthvað annað betra!
Hæ hó og takk fyrir síðast. Þarf að senda þér sææætar myndir af Sól og Einari/Sól og Evu. Og svo fann ég slóðina á makemebabies.com og stal henni miskunnarlaust :)
Kv.
Agnes
Gleðilegt nýtt ár og til hamingju með fallega nafnið á litlu snúllu :)
Hafið það gott!
Kv. frá okkur í Seattle,
Máney og co.
Post a Comment