Monday, January 12, 2009

Hvert flaug tíminn?


Ja hérna.

Með tvö börn virðist forgangsröðunin hafa stokkast algerlega upp. MSN, blogg og Barnalands-myndasíða er komið ansi aftarlega á listann hvað þá að kynnast undrum Facebook. Ásamt fuuuult af hlutum sem snúa að manni sjálfum.

Sei, sei já - hér með kalla ég fæðingarorlof ekki "ORLOF" heldur er ég í 100% "foreldra-vinnu". Spurning hvort það er hægt að fá álag eða yfirvinnu vegna erfiðra barna hjá Fæðingarorlofssjóði??? Ekki það að Sólin er hin ljúfasta og til fyrirmyndar..... bara stóra systir sem er á abbó stiginu góða og reynir á taugar foreldranna stanslaust ;o) En þetta hlýtur að ganga yfir að lokum.

7 comments:

Anonymous said...

Sendu bara abbó barnið til frænku í Rvk í smá tíma. Við hefðum báðar gott af því, ég er sko ekki 100% neitt þessa daga - meira svona 33% að reyna að drullast aftur í skólann...

Eygló

Steinrún Ótta said...

úff ég gæti tekið þig á orðinu Glingló mín ;o)

Ég hefði átt að senda hana með Degi bróður sínum suður í dag. Þú hefðir getað pikkað hana upp á flugvellinum... sú hefði verið glöð með að komast til Reykjavíkur!!!

HeLP said...

já er þetta ekki einmitt málið? Allt of mikið álag, á ég nokkuð að spá í annað barn?? Það koma enn dagar þar sem mér finnst ég vera uppteknasta mamma í heimi...og ég er nú bara með eina Sól!!!
Legg þetta undir nefnd og sé til hvað hún ákveður ;)

Annars er ég sannfærð um að þú stendur þig með stakri príði og að þið komið öll vel út úr þessu tímabili
Puss och kram från Sverige

Steinrún Ótta said...

Æ veistu Linda að einhvern vegin er þetta allt þess virði að lokum ;o)
Og ótrúlega gaman að sjá systraástina sem Dögun sýnir Sól þó hún sé foreldrunum erfið.

Ég mæli því eindregið með öðru kríli hjá ykkur, enda það fyrsta snilldar-eintak!

Ég bíð spennt eftir áliti nefndarinnar!

Anonymous said...

Æ er hún pínuerfið stóra stelpan? Heldur hún samt ekki leikskólaplássinu sínu?
Það er ekki létt verk að sinna tveinm ungum börnum.

Svala

Steinrún Ótta said...

Jú, jú sem betur fer er hún enn í leikskólanum, annað væri ekki hægt. Það er svo ótrúlega margt sem þau læra þar og hún er hæst ánægð með að fara þangað og unir sér vel í skipulaginu.

Mála, leira, lesa, útivera, kaplakubbar, íþróttir og göngutúrar..... e-ð sem brjósta-barna mömmur koma ekki í verk heima, það er varla að við Sól nennum í búð ;o)

Svo "Guði sé lof" fyrir leikskólann!

Anonymous said...

Skil þig svooooooo vel. Mig vantar nú ansi oft þriðju höndina. Njóttu "orlofsins" meðan það varir!