Já Eygló, ég fann einmitt þessar myndir þegar ég googlaði "housewife":
Ég ætti kannski að setja mér það markmið að þrífa aldrei eða elda nema ég líti út eins og Bree Van De Kamp, ég skoða það alla vega. Það myndi vissulega gera húsverkin skemmtilegri ;o)
Wednesday, January 28, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Uss já. Ég á sossum ekki alvöru heimili fullt af börnum, en mér dettur ekki í hug að reyna að skúra á öðru en háum hælum. Ekki vill maður setja sokkaför á nýskúrað gólfið!
E
Steinrún mín, þú ert bara í fæðingarorlofi. Það tekur enda fyrr en þú veist af og þá byrja nú fyrst streðið, vakna fyrir allar aldir, koma börnunum í gæslu á sitt hvorn staðinn, reyna að versla í matinn áður en þú sækir þær. Það tekst sjaldnast. Reyndu að njóta þess að vera í orlofi með litla skottið. þú færð kannski aldrei tækifæri aftur til slíks. Lífið er vinna á vinnu ofan fyrir okkur almúgann og batnar síst með árunum þó barnastúss minnki raunar. Talar gömul frænka með reynslu! Svala
Auðvitað nýt ég þess í tætlur að vera heima Svala mín. Þetta er svona millibil þess að vera kaldhæðni og að finnast maður þurfa að blogga þó maður hafi ekki frá neinu að segja nema barnauppeldi ;o)
P.s. ég meira að segja málaði mig í dag og fór út og gerði ekkert heima nema baka eitt brauð fyrir kvennapartý í kvöld.
Hehe jæja gott að þetta er ekki bara streð. Reyndu allavegana að njóta þess sem njóta má. Það er t.d. heillangt síðan nokkur hefur boðið mér að koma í Barbí. Knús úr (S)vínaríinu
Post a Comment