Eftir flugferð, lúxus gistingu hjá Ísold, sjúkrahúsinnlögn og spítalamat fjarri nánustu fjölskyldu kom hún Bóthildur mín loksins til mín til að deila með mér þessum tíma á Lansanum. Fyrir þá sem ekki vita er Bóhtildur Gráman mín ástæra Macintosh tölva og orðin stór partur af mér, því voru endurfundirnir dásamlegir þegar Grétar mágur tölti inn með dýrðina.
Ekki það að það sé búið að væsa um mig hér á Lansanum, hér er maður í stöðugu eftirliti og umhyggju góðs fólks, bæði starfsfólks og ættingja/fjölskyldu sem kíkja við og koma færandi hendi. Ísold kom með nammi og töskuna mína (og fær feitan plús í kladdan fyrir að bera hana alla leið til mín, þessir Breiðdælingar láta ekki að sér hæða þegar um krafta er spurt), tengdó komu svo með slúðurblöð og gos, Grétar kom með kókómjólk og kex sem Stína reddaði fyrir mig svo ég myndi ekki svelta aftur í nótt eins og þá síðustu og auðvitað tölvuna og aðra hluti sem Óðinn og pabbi voru búnir að redda út á flugvöll á Egilsstöðum........ Sem sagt, þó að maður liggi bjargarlaus og feitur inni á spítala snýst heimurinn enn um rassgatið á manni! LJÚFT!
En annars veit ég lítið enn um stöðuna, var rétt í þessu að fá mældan blóðþrýstinginn sem var hærri núna en áður...... eins gleðilegt og það nú er. Það á að skoða málið á morgun.
En eitt er alla vega ljóst að ég kem ekki austur aftur fyrr en eftir að vera búin að kúka krakkanum í heiminn. Svo dekurdvöl á Norðfirði er út úr myndinni en þó gleðilegt að vera í öruggum höndum og stuttu færi frá fæðingardeildinni þegar þar að kemur, engar ófærar heiðar og göng á leiðinni.
Svo hvílist maður ótrúlega vel hér, enda getur maður ekki stolist til að gera neitt eins og: elda mat, fara í Bónus, sækja Dögun á leikskólann, setja í þvottavél, baka, aðeins að ryksuga, þurrka af eða skúra............ Svo þetta er eins konar húsmæðraorlof þó að oft sé stutt í smá geðshræringu þegar ég hugsa heim til prinsessunar og eiginmannsins. En allt tekur enda um síðir og vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi eftir Sillemú.
Thursday, October 30, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
ÆÆ það er svo leiðinlegt að hanga svona, en gott ef þú getur litið á það sem húsmæðraorlof. Og um að gera að láta stjana aðeins við sig, þú færð víst ekkert nema ást og blogg frá mér. Nema þú geymir krakkann inni fram yfir jól...
Eygló í DK
Það væsir ekki um Dögun dekurrófu hjá pabba sínum og öllu sínu nánasta skylduliði. Njóttu þess bara að lesa og lúlla.
Amman sótti hana á leikskólann og var eitthvað lengi að pakka saman dóti prinsessunnar og þá sagði sú stutta: „Ertu ekki að koma amma gulrót?“ og þegar amman fór í starfsmannapartý sagðist hún bara ætla að vera ein hjá
„strákunum“ þar til pabbi hennar kæmi að sækja hana (strákarnir = afi og Stefáni Númi).
Ertu á kvennadeildinni??
Má maður koma og kíkja á þig á hvenær sem er??
Ætli ég kíkji þá ekki aðeins á þig á morgun ;)
Gæti komið færandi hendi með bland í poka úr nammilandi ;) enda er nammidagur á morgun ;)
Hæhæ sæta mín, gott að heyra að það er verið að dekra svoldið við þig og passa upp á þig. Njóttu þess bara til hins ýtrasta (: Hvað er svona ca langt þangað til þú verður tveggja barna móðir? Koss og knús, Erla
Tek undir með síðasta - njóttu rólegheitanna meðan þau vara.
Bestu kveðjur frá Hamborg.
Agnes
Já og ég segi og skrifa.. ekki draga úr því við þær ef þér líður illa.. ekki hægt að vera svona lengi.
fullt af ást til þín frá okkur
Æ, Steinrún, ég er alltaf að hugsa til þín meðan ég hleyp milli vinnustaða. Þarf svo að ná að kíkja til þín. En getur þú ekki laumast út bakdyramegin á morgun og komið með fjölskyldunni í jólaboð hjá Hönnu Báru? það er jólaboðið 2006 sko. Nóg rauðvín og öll leiðindi eins og blóðþrýstingur gleymast!
Þetta var ég hér að ofan. Svala
Æji árans leiðindi. Gott samt að geta séð björtu hliðarnar á aðstæðum. Fer Sillemú ekki bara að verða tilbúin/n? Það eru alla vega fullt af fötum hér í ykkar eigu sem þarf að skila.
Bestu kveðjur
Joðin & frænkumýs
Ég væri svo tl í rauðvín og jólaboð!
Post a Comment