Tuesday, May 6, 2008

3 sniðugir hlutir:

Þessi vagga/rúm er algjör snilld, ég rakst á link á þetta rúm á Obbosí. Rúmið heitir Culla Belly og er hannað af Manuela Busetti og Andrea Garuti. Ótrúlega flott hönnun sem myndi sóma sér vel undir hvaða kríli sem er:

Magapoki sem hengja má á vegg þegar manni er mál. Nú þarf ekki að leggja börnin á skítugt gólf á almenningsalernum eða böglast með þau í fanginu þegar þú pissar:


















Ryksuga sem er líka leikfang. Krakkarnir geta setið í á meðan foreldrarnir ryksuga þegar þau eru lítil. Þegar þau stækka geta þau ryksugað sjálf með því að fara í bílferðir um gólfið í íbúðinni:




7 comments:

Anonymous said...

Þetta rúm/vagga er svo mikil snilld. Ég held að Árni Daníel sé að vísu vaxinn upp úr þessu eða of seint fyrir mig að panta fyrir hann. En ég verð þá bara að eignast þriðja barnið til að geta pantað svona og notað!
Kveðja
Stína

Anonymous said...

En dásamlegt!
Ég er sérstaklega skotin í ryksugunni sem er hægt að breyta í þrælkunartól.

Anonymous said...

Ég heimta hér með að í næstu ferð verði tekinn smá tími í að hitta mig eins og á einu kaffihúsi.. annað er bara alls ekki hægt..

Anonymous said...

þessi ryksuga er náttúrlega alltof fín.... ég væri til í að leika mér á henni. mér finnst magapokinn líka sniðugur en það er eitthvað "krípí" að hengja barnið bar upp á meðan....
ætti kannski að standa á pokanum 'upptekið' þannig að maður hengir barnið utan á hurðina á meðan maður situr inni ?

guggi

Anonymous said...

Svo væri hægt að klæða börn sem skríða um allt í "moppusamfesting" og henda svo samfestingnum í ruslið- og allt hreint!

Jón Gunnar hugvitsmaður

Steinrún Ótta said...

Stína: já klárlega komið þið með þriðja krílið, fyrir svona vöggu er það alveg þess virði!

Sigga: Já um að gera að byrja að ala þessi börn upp við húsverk frá fyrstu tíð!

Guðbjörg: næst skal ég að sjálfsögðu hringja í ykkur mæðgur og panta kaffi-húsa-hitting. Tíminn var bara að svo skornum skammti núna.

Guggi: því ekki? ;o)

Jón Gunnar: Ódýr og góð lausn þetta með búninginn, en hefur þó ekki jafn mikið skemmtana og fegurðargildi og ryksugan. En þú tekur kannski að þér að hanna og sauma einn til prufunar? ;o)

Anonymous said...

Ég þarf einmitt að fara að endurnýja ryksugu heimilisins. Þessi er náttúrlega bara snilld ´- það gætu allir fjölskyldumeðlimir haft gaman af að nota hana ólíkt þeirri gömlu sem er að gefa upp öndina.