Monday, May 26, 2008

Ammli, ammli....

Vegna tölvuhallæris hef ég ekki komist í að setja inn afmæliskveðjur um helgina.
En sem sagt:

22. maí átti Nökkvi frændi 23 ára afmæli

23. maí varð Sessa vinkona 25 ára.

24. maí komst Guggi bróðir á fertugsaldurinn er hann fyllti heila 3 tugi.

25. maí átti Guðjón afi afmæli, en hann varð nú bara 71 árs.

Ég óska öllum þessum afmælisbörnum til hamingju með afmælin!
Á laugardaginn tókst fóstursyninum að útskrifast með stæl úr ME og var að sjálfsögðu boðið í veislu að því tilefni.
TIL HAMINGJU DAGUR!
Á miðvikudaginn komandi, 28. maí, á svo besti frændinn hann Óðinn Skúli afmæli, og mun drengurinn ná hinum merka 6 ára aldri með öllu sem því fylgir. Dögun bíður spennt eftir því afmæli.
Binni bróðir hans mun svo verða árinu eldri þann 30. maí.

1 comment:

Anonymous said...

Það er greinilega megavika í maí. Til hamingju allir!
Kveðja, Anna Björk