Monday, August 17, 2009

Skoppa og Skrítla

Á laugardaginn vorum við löt fram undir 14:00 er við mættum spræk á listasýningar í Sláturhúsinu. Annars vegar ljósmyndasýninguna "Stórt og smátt" eftir Höllu Eyþórsdóttur og svo snilldar sýninguna "Einu sinni er"á vegum Handverks og hönnunar.
Einnig lentum við Dögun á fatamarkað rauðakrossins og þar græddi pían svei mér mikið.
  1. kjól með 70's sniði
  2. silfurskó
  3. fjólubláa vængi og töfrasprota
  4. dúkku
  5. rautt pils (frá Gulrótinni)
  6. Sól fékk Bangsimon skokk (líka frá Gulrótinni)

Dögun með hluta af góssinu.

Sól í góðum fýling eftir sýningastand.

Á sunnudagsmorguninn fórum við inn í Hallormsstað í þeim tilgangi að sjá idolin Skoppu og Skrítlu í Atlavíkinni. Sá túr lengdist þó óvænt heilmikið. Eftir S&S ákvað Dögun að fara og vaða aðeins og læknum í Atlavíkinni og kasta steinum í Lagarfljótið. En þar sem hún mátti ekki vera að því að bíða eftir mömmu sinni, meðan mamman smellti af nokkrum myndum, óð hún út í lækinn þar sem hann er dýpstur og rennblotnaði upp að hnjám. Það truflaði hana þó lítið og eftir steinakast ákváðu þau Óðinn að fara í ferjusiglingu með Orminum á meðan við Sól skófluðum í okkur krukkumat í góða veðrinu.

Siglingin var þó klukkutíma lengur en við bjuggumst við, en við græddum nú samt á því. Gulræturnar (amma og afi) hringdu nefnilega á meðan og buðu okkur frímiða á Mannakornstónleika í Mörkinni á Hallormsstað. Við fengum þau því til að koma með þurr föt á Dögun og meiri krukkumat fyrir Sólina og slógum þessu upp í kæruleysi í dandala-blíðu.
Skoppa og Skrítla
Dögun með Skrítlu
Krakkakríli saman með idolunum
Dögun með elsku Skoppu sinni (Skoppa er þessi bleika þið skiljið)
Þarna var batteríið búið í góðu vélinni og notast við gömlu litlu vélina.
Sól sofandi í Atlavík
Beðið eftir feðginunum
Dögun að kasta steinum
Rannveig var líka á staðnum, fæddar sama dag þessar tvær!
Mannakornstónleikar í Mörkinni
Kósí stemning
Dögun var þó heldur lítið til friðs og hnoðaðist á ömmu sinni stanslaust...
...eða þar til mamman fór með hana að óskatrénu þar sem hún setti pening í tréð og óskaði sér.
Hún tók þessu mjög alverlega.
Grátandi Sól með gulrót, hvar er hún amma súkkó á svona stundum??? Nei en til að segja satt grætur hún af því að mamman tók af henni gulrótina í 3 sek og hún trylltist á meðan. Slík ást á gulrótum er vandfundin.
Sól í nýju dressi frá Systu
"YO MAN"

5 comments:

Anonymous said...

Díses þið gulrótarlið!

E

Anonymous said...

Það er bara að vera nógu þolinmóður í gulrótaráróðrinum. Gulrætur eru góðar og hollar - lengi lifi gulræturnar.

Húrra fyrir Sólinni!

Kveðja,
amma gulrót

Anonymous said...

Blessuð börnin er vanrækt. Að verða þunglynd af ísskorti. Þið eruð allt of langt í burtu. Félagi Skírnir var snöggur að sækja ömmu sína í afmælismat afa síns um daginn, því foreldrarnir voru svo leiðinlegir og neituðu honum um gos eins og aðrir gestir fengu. Skynsamur ljúfurinn og vissi hvar væri helst árangurs að vænta!

Amma súkkó

Anonymous said...

Flott nýja lúkkið! Er kannski nýrrar færslu að vænta í stíl?

Anonymous said...

Eygló sko