Monday, August 17, 2009

Hverfahátíð og skrúðganga.

Ormsteiti er í fullum gangi hér á Egilsstöðum þessa dagana og var setningin á föstudaginn með tilheyrandi hverfahátíð og skrúðgöngu.

Þar sem að það vantaði fólk í smink fyrir skrúðgöngu ákváðum við Dögun að fórna hverfagrillinum og mæta í staðinn að mála fríðan hóp af fólki í Sláturhúsinu. Dögun var svo heppin að það fannst einn auka búningur á hana og hún fékk því leyfi til að vera með í skrúðgöngunni í fullum skrúða aðeins 4 ára gömul. (held að næstyngstu krakkarnir hafi veið milli 10 og 11 ára) Hún tók starfi sínu mjög alvarlega og hermdi eftir öllum hreyfingum í sínum hóp og stóð sig mjög vel því þetta var langt og strembið. Mættum klukkan 18:00 og vorum komin heim um 23:00.

Hér má svo sjá nokkrar stemningsmyndir af Karnevalinu mikla! Nennti ekkert að eiga við þær, set þær bara inn hráar og fínar. Svo er auðvitað bannað að stela þeim nema með leyfi, því ef klikkað er á myndirnar birtast þær í fullri stærð ;o)
Uppblásnir skúlptúrar
Elva og Dögun
Flottar skvísur
Litrík skrúðganga
Gull og glimmer - gerist ekki betra
Allir taka þátt, jafnt hundar og gellur á traktorum
Engu til sparað - flottustu kaggarnir í bænum fengnir að láni
Lilla flott að vanda - fyrrum framkvæmdarstjóri.
Lóa gella og Gurrý núverandi framkvæmdarstjóri Ormsteitis
Eldspúandi drengir
Íbúarnir að sópast að úr sínum hverfum
Mikið dansað
Dögun alsæl með stóru stelpunum
Elva með dóttur og vinkonu hennar


Lóa listakona


Allir í leikjum á Vilhjálmsvelli áður en skrúðgangan fór aftur niður í Sláturhús á tónleika.
Næst koma svo myndir af Skoppu og Skrítlu í Atlavík og tónleikum með Mannakornum í Mörkinni.

1 comment:

HeLP said...

En æðislega flott!!
Á svona stundu sakna ég Egilsstaða BIG TIME