Við fengum svo þessa dásemdar kónguló í morgungjöf í morgun. (Hún var búin að hreiðra um sig á stólbaki í stofunni í myndar vef). Ég beytti miklum þrýstingi á Dögun að við myndum halda henni og gefa henni nafn. Það fékk engan hljómgrunn. Og þegar ég gaf henni fiskiflugu að borða varð Dögun enn minna spennt.
Henni var því líka kastað á dyr, nafnlausri með öllu. En kannski bara eins gott þar sem kóngulóar-búskapur móður minnar um árið endaði nú ekki á besta veg! Ég hugsa samt að menn hætti að koma í heimsóknir til okkar með þessu áframhaldi.
En eitt er á hreinu og það er að sumarið er á næsta leiti!
2 comments:
Ég sem var einmitt að hugsa um að kíkja í heimsókn alveg óvænt, og stoppa mjög lengi. Snarhætt við það.
E
Nú þykir mér moldin vera farin að rjúka í logninu...og flugurnar að springa úr hita!
kv. mamma
Post a Comment