Monday, December 8, 2008

Eftirlátssemi


Þegar þessi englastelpa spyr hvort við eigum ekki að baka piparkökur saman þá getur mamman klárlega ekki sagt "nei". Þó hún sé nýbúin að hárreita sig yfir stælum og óþægð í sömu stelpu.
Því er búið að redda piparköku-uppskriftinni góðu frá ömmu gulrót og fá lánuð form og matarliti til að geta hafist handa innan skamms..... tja alla vega fyrir jól.

Hvernig verður þetta þegar þær verða orðnar tvær systurnar sem hafa vit á að blikka hvolpaaugunum framan í foreldrana til að fá sínu fram???

2 comments:

Anonymous said...

Ég veit ekki hvort Sillemú á eitthvað í hvolpaaugun hennar Dögunar - held hún sé meistarinn í blikkinu!

*Eygló sem eignaðist eiginlega barn í nótt

harpa said...

vá.. ég byrjaði næstum að baka þear ég sá myndina.