Thursday, December 11, 2008

Aaaaarrrrg.....


Síminn minn datt úr vasanum í morgun án þess að ég tæki eftir því. Svo fundu smiðirnir á neðri hæðinni hann liggjandi og brotinn í snjónum í hádeginu.

Síminn sem sagt ónýtur og ég tími engan vegin að eyða pening í nýjan síma núna í kreppunni.

T630 verður sko sárt saknað - Ég er ekki viss um að ég geti lært á þessa nýtísku síma með alla sína fídusa og G3 tækni og ég veit ekki hvað......
Ég var reyndar búin að heita mér því að fá mér i-phone þegar þessi færi yfir móðuna miklu, en bölvuð kreppan sér nú til þess að svo verði ekki.
Ætli ég geti komið Óðni í trú um að hann hafi sett símann minn í þvottavélina eins og pabbi gerði með Núma síma svo hann kaupi handa mér nýjan??? .....

....hm..... líklega gengi það ekki upp þar sem hann hefur aldrei sett í þvottavélina í okkar sambúð. Spurning samt hvort hann hefur misst símann í súpuna eða í uppvaskið ;o)

4 comments:

Anonymous said...

Ó mig langar svo í iphone líka.. en kreppan er klárlega ekki að leyfa það.

En svo vildi ég benda þér á að nýja tæknin heitir 3G hihi..

En ekkert mál að læra á nýjan síma, þeir eru alveg eins að upplagi þó þeir séu nýtískulegri ;)
Er einmitt nýbúin að festa kaup á einum slíkum, þar sem minn fór í klósettið :S

Anonymous said...

Á pabbi ekki gamlan nokia sem hann getur lánað þér.... :)

Anonymous said...

Eða bara þvegið fyrir þig þvottinn í eina viku og reddað þessu?

Anonymous said...

Úbbs þetta var ég - Svala.