Monday, October 27, 2008

Árs afmæli

24. okt. 2007 setti ég fyrstu færsluna inn á bloggið. Nú rétt rúmu ári seinna er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að halda þessu áfram. Ég held þó að ég myndi sakna þess ef að ég gæfi bloggið alveg upp á bátinn, betra er að blogga bara eftir hentugleika og nennu en að hætta alfarið að blogga.

Eða hvað segja menn?

Ég ætlaði samt að læsa blogginu um daginn en var ekki nógu klár til að finna út hvernig ég færi að því, en um leið og ég kemst að því er líklegt að ég muni setja inn lykilorð á síðuna, sérstaklega með það í huga að óðum styttist í nýjan fjölskyldumeðlim. Myndum og sögum um það umræðuefni mun sennilega fjölga á komandi mánuði og aðalega hugsað fyrir fjölskyldu og vini.

10 comments:

. said...

ég er alfarið á móti því að þú hættir að blogga!

heldur alveg geðheilsunni í námsmönnum að geta lesið blogg annaðslagið :)

annars held ég að það sé ekki hægt að læsa blogspot síðum án þess að ég viti það alveg, var einu sinni að reyna það en gat það ekki.

Anonymous said...

Það er hægt að læsa þeim en ég held að það sé ekki hægt að læsa þeim þannig að það þurfi ákv. lykilorð til að komast inn. Gestirnir verða að sækja um að fá aðgang að síðunni og logga sig svo inn með sínu netfangi og lykilorði og ég held að þá verði maður að hafa gmail...en ég þori ekki að hengja mig uppá það

Anonymous said...

Vertu áfram bloggvinur minn!

Eygló frænka

Anonymous said...

Haltu bara áfram að blogga á ólæstu eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Þér gengur þetta ljómandi vel og oft gaman að lesa.
kv. mamma

Anonymous said...

Greyið, vertu ekki að læsa blogginu. Til hvers? Er enn fúl við Eygló fyrir að læsa en hún taldi sig þó hafa ástæðu til þess. Og haltu áfram meðan þú nennir, þetta er ágætt blogg hjá þér.

Svala

Anonymous said...

Haltu áfram að vera með blogg.. þegar þú vilt blogga um sögur sem eru alfarið fyrir fjölskyldu og vini af sillemú þá seturðu það bara inn á barnaland.. manstu það er nebbla svona vefdagbók þar ;) ;)

harpa said...

sammála síðasta ræðumanni.. settu bara inn á barnaland ef það er eitthvað sem þú vilt hafa prívat!

og blogspot krefst gmail aðgangs lesenda.

Anonymous said...

Ekki hætta :( Mér finnst svo gaman að lesa og skoða myndirnar....
Kv, Inga Jóns.

Anonymous said...

Halda áfram, klárlega :)
Kv. Joðin & co

Unknown said...

Áfram blogg, ekki spurning! (frá pennaæötu vinkonunni).