Wednesday, October 22, 2008

Á nagladekkjum til Norðfjarðar.


Skoðuðum fæðingardeildina á Norðfirði í gær og leist bara ágætlega á - voða heimilislegt. Svo er bara að sjá hvort við náum niður eftir þegar á reynir. Hvað vorum við að hugsa með að eiga barn í nóvember á austurlandi???
En í þessari ágætu ferð fórum við í mat til Dagrúnar og fengum þvílíkar kræsingar, ég er enn að blóta því að hún búi í klukkustundar fjarlægð frá okkur því annars væri ég mætt í heimsókn að borða afganginn af súkkulaðikökunni síðan í gær.
Dögun fékk að vera eftir hjá Systu á meðan foreldrarnir skruppu á deildina, og var afar ánægð með það. Enda fékk hún að fara í stóra baðið og synda eins og hafmeyja. Þær tvær eru strax búnar að plana dekur daga þegar Sillemú mætir á svæðið.

4 comments:

Anonymous said...

Nagladekk og skófla í skottinu er góð hugmynd ;)

Gangi ykkur allt í haginn og vonum að veðurguðirnir verði ykkur hliðhollir þegar Sillemú vill koma í heiminn.
Kram

Anonymous said...

Að hugsa sér að þú sért núna búin að skoða rúmið og herbergið sem Karen Rós fæddist í... það er smá skrítið... hihi..

En að eiga á Norðfjörði er mjög kósý, eða me´r fannst það, hef reyndar ekkert annað til að miða við :S

harpa said...

já þú gætir þurft að krossleggja á leiðinni niðureftir ef sillemú-ía verður á hraðferð.

Unknown said...

hæ gella, bara að kasta kveðjuni til baka :)