Wednesday, October 8, 2008
Bleyjutal.....
Á þessum síðustu og verstu tímum komu taubleyjurnar loksins í hús. Ég ákvað að reikna hvað þær hefðu hækkað miðað við gengið frá því að ég pantaði þær er USD var í 87 kr. Mér reiknaðist að þær hefðu kostað mig 12.000 kr meira í dag en fyrir rúmum mánuði síðan. Eins gott að ég var óþolinmóð og ákvað að panta strax, sérstaklega með það í huga að pappableyjur munu örugglega hækka töluvert eins og annar innfluttur varningur á næstu dögum.
En svo lengi sem að rafmagnsreikningurinn hækkar ekki mikið þá ættum við að koma út í feitum plús með þessum framkvæmdum, þó svo að þvottaefnið muni hækka smá.
Nú er ég að herða mig upp í að setja allt í þvott áður enég freistast til að skila öllu saman með miðunum á.
Við Dögun viljum senda okkar ástkæra Úlfi baráttukveðjur í tilefni af því að hann er með ælupest í Köben, væri samt freistandi að fá hann lánaðan á Klakann til að æla yfir allt þetta krepputal og ruglástand.
Verð líka að benda á skemtilegt myndband sem Harpa mágkona bendir á á sinni síðu. Ætli við missum ekki allt ef húmorinn tapast.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
var ekki einmitt verið að tilkynna um væntanlega hækkun á rafmagni?
en svo má líka velta fyrir sér umhverfisþættinum því eitthvað fer jú af þvottavélunum við þvott á svona dóti. ..eða brýtur maður kannski bara úr þeim? ;)
úlfur æludúnkur sendir bestu kveðjur
Greinilega sami húmor á heimilum okkar...
ég setti inn link með sama myndbandi á bloggið mitt í gær ;) ;)
Þú ert hetja að ætla að brjóta saman allar þessar bleijur ;)
Bara að segja hæ!
Hef voða lítið vit á taubleyjum, en ég held að rafmagnið geti aldrei hækkað meira en einnota bleyjur... og svo bara ekkert of mikið þvottaefni?
Eh veit ekkert um þetta!
Post a Comment