Friday, April 18, 2008

Laugardagur til lukku.

Eftir streptókokkaárás nr. 2 þettað árið er ég að skríða saman og farin að plana matar-hitting hjá saumaklúbbinum annað kvöld. Það verður ljúft að hittast og eta og drekka á sig gat! Ég er strax farin að smjatta á rauðvíninu í huganum.......

Kannski ég splæsi í Lottómiða í tilefni af þess að potturinn er fjórfaldur...... ég á samt sennilega eftir að gleyma því, ég gleymi alltaf að kaupa miða þegar ég ætla mér það. Enda hef ég aldrei unnið í lukkuspilum, en það kannski helst í hendur?

Annars er kominn vor-fýlingur í mig. Þegar ég smurði andlit dóttur minnar með sólvörn í morgun fannst mér sumarið vera á næsta leiti. Í sömu andrá var ég komin út í garð í huganum, Óðinn stóð við grillið og grillaði humar, ég sat með hvítvínsglas í hendi og sleikti sólina á meðan Dögun sullaði í gúmmílauginni. ......svo var manni kippt aftur inn í raunveruleikann þegar Óðinn kallaði að klukkan væri alveg að verða 08:00 og tími til að koma sér af stað í vinnuna.

Jæja, sumarið kemur vonandi samt, seint og um síðir. Á meðan óska ég ykkur góðrar helgar með sól í hjarta!




2 comments:

Anonymous said...

Ahh sumar og sól!!
Það styttist hratt og verður kominn vetur aftur áður en þú veist af:) En mikið sem það verður gaman að njóta sumarsins á meðan það helst!

Anonymous said...

Skemmtilega dreymin færsla. Líka fyndið að þú talar um hvítvín eða rauðvín nánast í hverri málsgrein. Væri til í að skála við þig yfir grillinu.

Stína