Tuesday, April 29, 2008

Ó Borg mín Borg.....

Helgin var ljúf eins og sú síðasta.

Á miðvikudagskvöld komu tengdó frá Reykjavík, Dögunar til mikillar gleði. Hún var svo spennt að hitta þau gömlu að hún var að fara á límingunum.

Á sumardaginn fyrsta fórum við og fengum okkur bleikan ís eins og áður var sagt.

Á föstudaginn fagnaði Erla svilkona 45 ára afmæli og bauð í teiti. Jónína (dóttirin) sá að mestu um veitingar, sem voru ekki af verri kantinum, og skipulagnignu. Ég tók að mér að koma með lime-sósu, bruchettur og bláberjapæ. Þar var mikið borðað og skálað og Erla bar aldurinn svo vel að tengdapabbi yngdi hana óvart um 10 ár og taldi hana 35 ára. Mig grunar að það hafi verið besta gjöfin ;o)




Laugardagurinn var rólegur, svo rólegur að ég man ekki hvað við gerðum. Fyrir utan það að fara út að borða á Nielsen í hádeginu í léttan hádegisverð. Og jú, svo var eldað lamb og meðlæti fyrir tengdó áður en þau lögðu í hann suður á sunnudagsmorgunn.

Á sunnudaginn var farið í hádegisgöngutúr út í skóg með nesti og kaffi. Voða notalegt! Komum svo við hjá Ma og Pa og smurðum gamla spiladós frá 1964, hún svínvirkar núna. Smurðum líka hjólið mitt svo við gætum drifist með það í viðgerð í Skóga sem við gerðum.
Í gær dreifst svo Óðinn aftur í Skóga til að fjárfesta í hlaupaskóm, nú á að fara að taka á því. En mikið eru svona hlaupa/skokk skór þægilegir, ef þeir væru ekki svona ljótir í lagi og útliti myndi ég ganga á svona skóm alltaf!

Svo á morgun er stefnt á Rvk. ferð og staldrað við í Borginni fram á laugardag. Planið er þétt og ekki að undra þegar á að hitta 5x nýbura og foreldra þeirra + aðrar útréttingar. En einhvern vegin hljótum við að komast yfir þetta á endanum.

No comments: