Notalegur matarhittingur um kvöldið þar sem allir komu með e-ð gott meðferðis. Ég stal forréttarhugmyndinni hennar Írisar þar sem hún var lasin og komst ekki sem var mozzarella og tómatar með ferskri basiliku, svo komLóa með ódauðlegan saltfiskrétt, Edda kom með frábært spínat-mangó salat og heimabakað brauð, Tóta kom með fullt af ávöxtum og súkkulaðimús og ég bætti við Lime-peakanhnetu pannacotta. Inga og Halli komu svo með toppinn yfir i-ið og komu með líkjöra með kaffinu eftir á. Þetta var sem sagt bara ljúft og liggur við að ég sé enn södd! Þessu var auðvitað skolað niður með passlegu magni af rauðum og hvítum veigum, auk svalandi gyllts gosvatns. Takk fyrir gott kvöld kæra fólk.
Á sunnudaginn var svo náð í skrípið í pössun og farið beint á Mánatröð 6 og vonast eftir kaffi, en þau voru þá á leið í sund og tóku Dögun með sér, en ég fór heim og vaskaði upp eftir mataraboð og bakaði svo lummur-bröns fyrir þreytta sundgarpa.
Um miðjan dag skruppum við tríóið í göngutúr inn í Hallormsstað í þessari rjómablíðu. Dögun undi vel við að kasta steinum í Lagarfljótið og finna greinar sem gögnuðust sem göngustafir. Svo borðuðum við nesti í skóginum og höfðum það gott.
Þegar heim kom fórum við í að klippa limgerðið fyrir framan húsið og taka síðustu jólaseríuna úr garðinum (hún var frosin undir ís þar til í síðustu viku) og fórum inn um kvöldmatarleitið þreytt og sæl eftir útiveru dagsins. Ég endaði svo kvöldið á að skipta um mold á öllum blómunum mínum, sem eiga pottþétt eftir að láta lífið af ástúð og vídamín-kipp þar sem þeim hefur aldrei verið sinnt sem skildi. Í mesta lagi verið skvett á þau nokkrum vatnsdropum þegar ég hef séð þau aðfram-komin af þorsta og við það að skrælna. En nú er að bíða og sjá hvort þetta hefur dugað til að hressa upp á þau eða hvort þau óverdósa af næringu.
Sólin skín í dag líka og helst vonandi sem lengst. Ég splæsti í súkkulaðisnúða á samstarfsfélagana í kaffitímanum í tilefni af sykurþörf og góðu skapi, mér sýndist þeir falla vel í kramið. Nú vona ég bara að einhver api upp eftir mér vitleysuna og komi með e-ð gott í næsta kaffi ;o)
7 comments:
Er alltaf svona gaman þarna fyrir austan?
Minnir mig á að mín blóm eru hálf væskisleg....
Stína
Auðvitað.... alltaf stuð í sveitinni ;o)
Mig er samt farið að langa grunsamlega mikið í borgarferð þrátt fyrir allt.
Já, svona er nú lífið á Austurlandi þessa dagana.
Dögun sund-Drottning er komin á bragðið og stóð sig afar vel í sundinu. Trúi ég að hún vilji fara sem fyrst aftur í sund með afa, ömmu og Stefáni Núma. Mér finnst þessi verkaskipting mjög góð, þ.e. fara með barnið í sund og fá lummur á eftir!
Kveðja,
mamma/amma
Gæti nú alveg tekið Dögun með í sund þá sjaldan við gefum Bjartasta tíma í sundferð! Hvað gerir maður ekki fyrir lummukaffi? Bara eitthvað svo leiðinlega langt til ykkar....
Amma súkkó
Vááááá...
Eru helgarnar e-ð lengri í miðbænum en í skógarjaðrinum?
Gyða „skógarrotta“
Vá hvað helgarnar eru kósí fyrir austan. Vonumst eftir góðri útiveru og eftirsundlummubröns fyrir austan í sumar... kannski??
Kveðjur og knús
Joðin, Védís & Arney
Takk fyrir laugardagskvöldið! Gaman að koma loksins til ykkar. Frábær matur og fólk. Nú verðum við að bretta upp ermarnar og bjóða ykkur í þarnæstu götu.
Kveðja, Inga Jóns.
Post a Comment