Með ónýta tölvu, skemmdan bíl, krónískan hausverk, hækkandi skuldir, leka stutru og yfirvofandi skólaumsóknarverkefni sem ég skil ekkert í hef ég ákveðið að leggjast í dvala fram á vor. Annars á ég á hættu að e-ð meira skemmist eða endi illa. Merkilegt að ég skuli enn halda vinnunni.....
Tuesday, April 8, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
ónýta tölvu??? ertu ekki nýbúin að kaupa nýja og fína tölvu??
Skelltu þér bara í heimsókn í vorði í Rvk og kíktu með mér í kaffi, eftir 19. apríl og þá verður allt gott á ný =)
jú, jú, en "einhver" helti úr appelsínusafa-glasinu sínu yfir lyklaborðið.
Kaffi hljómar vel annars ;o)
Þú ert drekin.
Stína
Nú reynir aldeilis á Pollýönnusjónarmiðið (og aldrei að borða eða drekka nálægt fínu tölvunni sinni).
Kveðja,
mamma
Ég er memm í svona dvaladæmi. Þar til smiðirnir muna eftir að þeir lofuðu sér í vinnu við íbúðina mína á ÞESSU ári, þar til rafvirkinn hættir að bora, bora og bora og setur upp eitt eða tvö ljós, þar til ég eignast heimili á ný, þar til ég næ að sjá barnabörnin mín oftar en mánaðarlega.... er þreytt og búin á sálinni. Pollíanna hver? Hún var augljósslega ekki til í okkar streittu veröld. Væri kannski þarft verk fyrir orðhaga - að staðfæra Pollýönnu að nútímalífinu!
Svala síþreytta
Stína: ha? Er ég D-rekin?
Mamma: við lærum af reynslunni grunar mig. Nú verður splæst í tölvuborð og helst tölvuherbergi svo tölvan komi hvergi nálægt matarborðinu.
Svala: Getum við ekki lagst til hvílu í bústaðnum góða fram í maí? Vona samt að þessir iðnaðar-plebbar fari að skila sinni vinnu...eða svona byrja á henni yfirleitt svo þið komist í nýja húsið.
Appelsínudjús segirðu .......iss það er ekki neitt, minn pissaði á lyklaborðið :-)
En elskan mín komdu bara til frænku og ég skal vera góð við þig.
kv.
Ísold
Ljótt að heyra !! En ég er nokkuð viss um að á eftir mótlæti kemur meðbir...og þú kemst inn í alla skólana sem þú sækir um í ;)
Baráttukveðjur
Linda
Post a Comment