Thursday, February 26, 2009

Lobburnar

Systurnar eiga góða ömmu sem bráðum verður ógeðslega gömul, þ.e. í næstu viku. Sú prjónar nú samt ekki þó hún geti það. Þess vegna fá Dögun og Sól bara lánaða eina Dísu prjónaömmu hjá Úlfi Stefáni frænda svo þær eignist góðar lobbur eins og sannir íslendingar.

Hér er Dögun í sinni lobbu og vettlingum frá Dísu á sunnudagsrölti með foreldrunum

Hér eru Sól undirhöku-safnari og "gamla" amman sem verður bráðum 25 ára......(x2)...

öskudagsmyndir.

Dögun blómálfaprinsessa:

Mömmuklúbbs-félagar Sólarinnar:
Sól randaflugu-fangi/ eða bara eftirmynd af Óðni....s.s. Óðný litla:
Svo varð Dögun líka að vera Lína langsokkur þegar hún kom heim af leikskólanum:

Friday, February 13, 2009

Afmæli afmæli.....

Ofur-afmælisbörn mánaðarins eru tvö.

Í fyrsta lagi var Dagur Skírnir 22 ára þann 2. febrúar. Fyrsta afmælið eftir að hann fluttist að heiman - til hamingju með það aftur!

Svo er hún Dagrún Sóla eða "Systa" eins og hún heitir á þessu heimili 20 ára í dag! Innilega til hamingju með merkisafmælið elsku, elsku! Hlökkum til að sjá þig á morgun.



Dagur Skírnir, Dagrún sóla, Dögun og Sól

Saturday, February 7, 2009

Laugardagur til leti

Ég hef oft heyrt að menn sjái gjörðir sínar í börnum sínum, ég hef aldrei gefið þessu neinn sérstakan gaum fyrr en um daginn. Það þurfti ekki nema 2 setningar frá frumburðinum til að minna mig á að "litlir pottar hafa líka eyru".

1) Dögun er e-ð þreytt á barnatímanum í sjónvarpinu og vill slökkva á tækinu en nær ekki að ýta nógu fast á takkann: "Hvernig slekkur maður á þessu ANDSKOTANS sjónvarpi???"

2) Dögun er e-ð að snúast í kringum mig í sófanum þegar ég var að gefa Sól, og ég var með löppina uppi á sófaborðinu. Það fór e-ð í pirrurnar á Dögun sem þurfti að sjálfsögðu að komast framhjá akkúrat þessa leið. Ég sagði henni að ég væri svo þreytt og ég þyrti að hafa löppina þarna á meðan Sól væri að drekka. Eftir að hú var búin að þræta við mig í nokkur tíma segir hún: "Viltu gjöra svo vel að færa löppina áður en ég verð ROSALEGA REIÐ"

Úúúúúúúúppssssssssss!!!!!

En svona af því það er laugardagur og ég í sérstakelga góðu skapi (enda búin að undirbúa forrétt og gera tvöfaldan eftirrétt, á meðan Óðinn dundar við aðalréttinn ofan í aldraða foreldra mína sem koma í mat í kvöld), ætla ég að skella inn 2 myndum af gullmolunum mínum sem ég tók í morgun.



Prinsessan (sem heldur að hún sé enn einkabarn og litla bollan systir hennar)


Í eins fötum

Wednesday, January 28, 2009

Hin nýja húsmóðir:

Já Eygló, ég fann einmitt þessar myndir þegar ég googlaði "housewife":



Ég ætti kannski að setja mér það markmið að þrífa aldrei eða elda nema ég líti út eins og Bree Van De Kamp, ég skoða það alla vega. Það myndi vissulega gera húsverkin skemmtilegri ;o)

Tuesday, January 27, 2009


Húsmóðirin ryksugar, þrífur, þvær þvott og straujar, eldar, gefur brjóst, skiptir um bleyjur, klæðir, greiðir hár, les barnabækur, leikur í Barbie, horfir á Stundina okkar, huggar, snýtir, skeinir, verslar inn og brosir í gegnum tárin....... eða allt að því. Hún er alla vega ekki "móðir í hjáverkum" lengur, nú er þetta bara full time job og auðvelt að gleyma sjálfri sér.

Í tilefni af því hef ég ákveðið að skella ekki á mig maskara áður en ég næ í Dögun á leikskólann, svona til að toppa daginn.

Monday, January 19, 2009

Gullmoli í Köben


Æ ef maður á ekki bara einn af flottustu frændum í heiminum!!!

Ég skammast mín ekkert fyrir myndastuld af síðunni hans því mér finnst foreldrarir engan vegin vera að standa sig í að státa sig fegurð þessa unga pilts svona opinberlega ;o)

Æ þegar maður bloggar sjaldan er eins gott að hafa e-ð frambærilegt þegar loksins verður af því og þessi stendur sko alveg undir því. Við getum ekki beðið eftir páskunum á þessu heimili, því þá fáum við að spilla honum Úlfi okkar með súkkulaðieggi og bleikri snuddu.