Monday, August 17, 2009

Skoppa og Skrítla

Á laugardaginn vorum við löt fram undir 14:00 er við mættum spræk á listasýningar í Sláturhúsinu. Annars vegar ljósmyndasýninguna "Stórt og smátt" eftir Höllu Eyþórsdóttur og svo snilldar sýninguna "Einu sinni er"á vegum Handverks og hönnunar.
Einnig lentum við Dögun á fatamarkað rauðakrossins og þar græddi pían svei mér mikið.
  1. kjól með 70's sniði
  2. silfurskó
  3. fjólubláa vængi og töfrasprota
  4. dúkku
  5. rautt pils (frá Gulrótinni)
  6. Sól fékk Bangsimon skokk (líka frá Gulrótinni)

Dögun með hluta af góssinu.

Sól í góðum fýling eftir sýningastand.

Á sunnudagsmorguninn fórum við inn í Hallormsstað í þeim tilgangi að sjá idolin Skoppu og Skrítlu í Atlavíkinni. Sá túr lengdist þó óvænt heilmikið. Eftir S&S ákvað Dögun að fara og vaða aðeins og læknum í Atlavíkinni og kasta steinum í Lagarfljótið. En þar sem hún mátti ekki vera að því að bíða eftir mömmu sinni, meðan mamman smellti af nokkrum myndum, óð hún út í lækinn þar sem hann er dýpstur og rennblotnaði upp að hnjám. Það truflaði hana þó lítið og eftir steinakast ákváðu þau Óðinn að fara í ferjusiglingu með Orminum á meðan við Sól skófluðum í okkur krukkumat í góða veðrinu.

Siglingin var þó klukkutíma lengur en við bjuggumst við, en við græddum nú samt á því. Gulræturnar (amma og afi) hringdu nefnilega á meðan og buðu okkur frímiða á Mannakornstónleika í Mörkinni á Hallormsstað. Við fengum þau því til að koma með þurr föt á Dögun og meiri krukkumat fyrir Sólina og slógum þessu upp í kæruleysi í dandala-blíðu.
Skoppa og Skrítla
Dögun með Skrítlu
Krakkakríli saman með idolunum
Dögun með elsku Skoppu sinni (Skoppa er þessi bleika þið skiljið)
Þarna var batteríið búið í góðu vélinni og notast við gömlu litlu vélina.
Sól sofandi í Atlavík
Beðið eftir feðginunum
Dögun að kasta steinum
Rannveig var líka á staðnum, fæddar sama dag þessar tvær!
Mannakornstónleikar í Mörkinni
Kósí stemning
Dögun var þó heldur lítið til friðs og hnoðaðist á ömmu sinni stanslaust...
...eða þar til mamman fór með hana að óskatrénu þar sem hún setti pening í tréð og óskaði sér.
Hún tók þessu mjög alverlega.
Grátandi Sól með gulrót, hvar er hún amma súkkó á svona stundum??? Nei en til að segja satt grætur hún af því að mamman tók af henni gulrótina í 3 sek og hún trylltist á meðan. Slík ást á gulrótum er vandfundin.
Sól í nýju dressi frá Systu
"YO MAN"

Hverfahátíð og skrúðganga.

Ormsteiti er í fullum gangi hér á Egilsstöðum þessa dagana og var setningin á föstudaginn með tilheyrandi hverfahátíð og skrúðgöngu.

Þar sem að það vantaði fólk í smink fyrir skrúðgöngu ákváðum við Dögun að fórna hverfagrillinum og mæta í staðinn að mála fríðan hóp af fólki í Sláturhúsinu. Dögun var svo heppin að það fannst einn auka búningur á hana og hún fékk því leyfi til að vera með í skrúðgöngunni í fullum skrúða aðeins 4 ára gömul. (held að næstyngstu krakkarnir hafi veið milli 10 og 11 ára) Hún tók starfi sínu mjög alvarlega og hermdi eftir öllum hreyfingum í sínum hóp og stóð sig mjög vel því þetta var langt og strembið. Mættum klukkan 18:00 og vorum komin heim um 23:00.

Hér má svo sjá nokkrar stemningsmyndir af Karnevalinu mikla! Nennti ekkert að eiga við þær, set þær bara inn hráar og fínar. Svo er auðvitað bannað að stela þeim nema með leyfi, því ef klikkað er á myndirnar birtast þær í fullri stærð ;o)
Uppblásnir skúlptúrar
Elva og Dögun
Flottar skvísur
Litrík skrúðganga
Gull og glimmer - gerist ekki betra
Allir taka þátt, jafnt hundar og gellur á traktorum
Engu til sparað - flottustu kaggarnir í bænum fengnir að láni
Lilla flott að vanda - fyrrum framkvæmdarstjóri.
Lóa gella og Gurrý núverandi framkvæmdarstjóri Ormsteitis
Eldspúandi drengir
Íbúarnir að sópast að úr sínum hverfum
Mikið dansað
Dögun alsæl með stóru stelpunum
Elva með dóttur og vinkonu hennar


Lóa listakona


Allir í leikjum á Vilhjálmsvelli áður en skrúðgangan fór aftur niður í Sláturhús á tónleika.
Næst koma svo myndir af Skoppu og Skrítlu í Atlavík og tónleikum með Mannakornum í Mörkinni.

Thursday, August 13, 2009

Prinsessuherbergi Dögunar

Prinsessan á heimilinu er afar ánægð með herbergið sitt, enda má hún vera það eftir allt dúllið. Móðirin hefði þó kosið aðeins annan brag á "lookið" en þegar kemur að prinsessum yfirleitt, fá mæðurnar nú ekki að ráða miklu.
Við fengum að mála vegginn dökkbleikan sem var svo eiginlega rauður og hugmyndin var að mála hvítar trjágreinar á með fljúgandi fiðrildum. Vegna tímaleysis endaði þetta svona.
Prinsessan í "hásætinu"
Rómó stemning á kvöldin
nóg pláss
Gulla-hillan hennar Dögunar
Kjólahornið með svefnsófa fyrir vini og vinkonur.
Gamlan dúkkuvagn má finna inn á milli bleiks dóts og forláta spiladós frá DK sem Sól lánaði Dögun í herbergið. Enda verður Sólin herbergisfélagi systur sinnar innan skamms.
Svo var fiðrildunum skellt á vegginn - mamman vildi helst sleppa þeim en Dögun tók það ekki í mál.
Þeim var því troðið hér og þar á vegginn.
Hver veit nema aðrir partar nýja hússins birtist síðar. En þetta er gott í bili. Vona að engir hafi óverdósað af bleiku prinsessudóti.
Yfir og út!