Einnig lentum við Dögun á fatamarkað rauðakrossins og þar græddi pían svei mér mikið.
- kjól með 70's sniði
- silfurskó
- fjólubláa vængi og töfrasprota
- dúkku
- rautt pils (frá Gulrótinni)
- Sól fékk Bangsimon skokk (líka frá Gulrótinni)
Dögun með hluta af góssinu.
Sól í góðum fýling eftir sýningastand.
Á sunnudagsmorguninn fórum við inn í Hallormsstað í þeim tilgangi að sjá idolin Skoppu og Skrítlu í Atlavíkinni. Sá túr lengdist þó óvænt heilmikið. Eftir S&S ákvað Dögun að fara og vaða aðeins og læknum í Atlavíkinni og kasta steinum í Lagarfljótið. En þar sem hún mátti ekki vera að því að bíða eftir mömmu sinni, meðan mamman smellti af nokkrum myndum, óð hún út í lækinn þar sem hann er dýpstur og rennblotnaði upp að hnjám. Það truflaði hana þó lítið og eftir steinakast ákváðu þau Óðinn að fara í ferjusiglingu með Orminum á meðan við Sól skófluðum í okkur krukkumat í góða veðrinu.
Siglingin var þó klukkutíma lengur en við bjuggumst við, en við græddum nú samt á því. Gulræturnar (amma og afi) hringdu nefnilega á meðan og buðu okkur frímiða á Mannakornstónleika í Mörkinni á Hallormsstað. Við fengum þau því til að koma með þurr föt á Dögun og meiri krukkumat fyrir Sólina og slógum þessu upp í kæruleysi í dandala-blíðu.
Skoppa og Skrítla
Dögun með Skrítlu
Krakkakríli saman með idolunum
Dögun með elsku Skoppu sinni (Skoppa er þessi bleika þið skiljið)
Þarna var batteríið búið í góðu vélinni og notast við gömlu litlu vélina.
Sól sofandi í Atlavík
Beðið eftir feðginunum
Dögun að kasta steinum
Rannveig var líka á staðnum, fæddar sama dag þessar tvær!
Mannakornstónleikar í Mörkinni
Kósí stemning
Dögun var þó heldur lítið til friðs og hnoðaðist á ömmu sinni stanslaust...
...eða þar til mamman fór með hana að óskatrénu þar sem hún setti pening í tréð og óskaði sér.
Hún tók þessu mjög alverlega.
Grátandi Sól með gulrót, hvar er hún amma súkkó á svona stundum??? Nei en til að segja satt grætur hún af því að mamman tók af henni gulrótina í 3 sek og hún trylltist á meðan. Slík ást á gulrótum er vandfundin.
Sól í nýju dressi frá Systu
"YO MAN"