Ég hef oft heyrt að menn sjái gjörðir sínar í börnum sínum, ég hef aldrei gefið þessu neinn sérstakan gaum fyrr en um daginn. Það þurfti ekki nema 2 setningar frá frumburðinum til að minna mig á að "litlir pottar hafa líka eyru".
1) Dögun er e-ð þreytt á barnatímanum í sjónvarpinu og vill slökkva á tækinu en nær ekki að ýta nógu fast á takkann: "Hvernig slekkur maður á þessu ANDSKOTANS sjónvarpi???"
2) Dögun er e-ð að snúast í kringum mig í sófanum þegar ég var að gefa Sól, og ég var með löppina uppi á sófaborðinu. Það fór e-ð í pirrurnar á Dögun sem þurfti að sjálfsögðu að komast framhjá akkúrat þessa leið. Ég sagði henni að ég væri svo þreytt og ég þyrti að hafa löppina þarna á meðan Sól væri að drekka. Eftir að hú var búin að þræta við mig í nokkur tíma segir hún: "Viltu gjöra svo vel að færa löppina áður en ég verð ROSALEGA REIÐ"
Úúúúúúúúppssssssssss!!!!!
En svona af því það er laugardagur og ég í sérstakelga góðu skapi (enda búin að undirbúa forrétt og gera tvöfaldan eftirrétt, á meðan Óðinn dundar við aðalréttinn ofan í aldraða foreldra mína sem koma í mat í kvöld), ætla ég að skella inn 2 myndum af gullmolunum mínum sem ég tók í morgun.
Saturday, February 7, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Mikið eru þær fallegar þessar stelpur og flottar í gallapilsunum sínum! Heilsaðu gamlingjunum.
Amma súkkó
Takk fyrir dásamlegan mat og ljúfa kvöldstund með gullmolunum.
Kv. amma/mamma
Vá hvað Sólin hefur braggast!
Flottastar
Eygló
Þær eru svo fallegar í svona eins fötum ;) ;)
En já maður þarf orðið heldur betur að passa sig á því hvað maður segir við svona 3ja ára skvísur - þær HLUSTA!!
Karen Rós er ótrúleg- hún tekur eftir ÖLLU í kringum sig og kemur svo með e-a mjög svo óþægilega setningu LÖNGU seinna...
Þetta eru nú meiri dúllubossarnir. Segi bara ekki annað.
Kv.
Stína
Hahaha já einmitt. Minn er með "Djöfull!!" á heilanum! ;)
Rosalega stækkar Sól, ég fer að hafa tíma til að kíkja endalaust í heimsókn ;)
Jumundur minn hvað þær eru flottar. Hvernig er það annars, búum við ekki enn í sama bæjarfélagi? Verðum að gera e-ð í þessu sem fyrst.
já, jiiii það er agalega langt síðan við höfum hittst. Ég var einmitt að hugsa til ykkar um daginn.
Vá hvað Sólin er orðin stór! Maður verður að fara sjá þessar fallegu systur.
Kannast við að veggirnir hafi eyru,, helvítis fokking fokk'' er ansi vinsælt á mínu heimili! En það er áramótaskaupinu að kenna - ekki mér!
kv, Ísold frænka
Allt of langt síðan ég heimsótti síðuna en fékk í staðin helling af skemmtilegum færslum og myndir af litlu og stóru frænkum mínum, þeim alsætustu í heimi ;)
Hlökkum til að sjá ykkur!!!
Knús
Post a Comment