Wednesday, January 28, 2009

Hin nýja húsmóðir:

Já Eygló, ég fann einmitt þessar myndir þegar ég googlaði "housewife":



Ég ætti kannski að setja mér það markmið að þrífa aldrei eða elda nema ég líti út eins og Bree Van De Kamp, ég skoða það alla vega. Það myndi vissulega gera húsverkin skemmtilegri ;o)

Tuesday, January 27, 2009


Húsmóðirin ryksugar, þrífur, þvær þvott og straujar, eldar, gefur brjóst, skiptir um bleyjur, klæðir, greiðir hár, les barnabækur, leikur í Barbie, horfir á Stundina okkar, huggar, snýtir, skeinir, verslar inn og brosir í gegnum tárin....... eða allt að því. Hún er alla vega ekki "móðir í hjáverkum" lengur, nú er þetta bara full time job og auðvelt að gleyma sjálfri sér.

Í tilefni af því hef ég ákveðið að skella ekki á mig maskara áður en ég næ í Dögun á leikskólann, svona til að toppa daginn.

Monday, January 19, 2009

Gullmoli í Köben


Æ ef maður á ekki bara einn af flottustu frændum í heiminum!!!

Ég skammast mín ekkert fyrir myndastuld af síðunni hans því mér finnst foreldrarir engan vegin vera að standa sig í að státa sig fegurð þessa unga pilts svona opinberlega ;o)

Æ þegar maður bloggar sjaldan er eins gott að hafa e-ð frambærilegt þegar loksins verður af því og þessi stendur sko alveg undir því. Við getum ekki beðið eftir páskunum á þessu heimili, því þá fáum við að spilla honum Úlfi okkar með súkkulaðieggi og bleikri snuddu.

Monday, January 12, 2009

Hvert flaug tíminn?


Ja hérna.

Með tvö börn virðist forgangsröðunin hafa stokkast algerlega upp. MSN, blogg og Barnalands-myndasíða er komið ansi aftarlega á listann hvað þá að kynnast undrum Facebook. Ásamt fuuuult af hlutum sem snúa að manni sjálfum.

Sei, sei já - hér með kalla ég fæðingarorlof ekki "ORLOF" heldur er ég í 100% "foreldra-vinnu". Spurning hvort það er hægt að fá álag eða yfirvinnu vegna erfiðra barna hjá Fæðingarorlofssjóði??? Ekki það að Sólin er hin ljúfasta og til fyrirmyndar..... bara stóra systir sem er á abbó stiginu góða og reynir á taugar foreldranna stanslaust ;o) En þetta hlýtur að ganga yfir að lokum.

Thursday, January 1, 2009

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár gott fólk og takk fyrir allt gamalt og gott.



Maður kveður árið 2008 með trega, árið sem hún Sól kom í heiminn og svo margt annað gott gerðist. Ég man að þessi tilfinning kom líka árið 2005 þegar Dögun fæddist og mér fannst að það ár ætti að endast endalaust. En samt er ekki spurning um að það verður gaman að takast á við nýtt ár með nýjum uppákomum, óvæntum atburðum og ekki síst kaffibolla umræðum með tilheyrandi súkkulaðiáti með fjölskyldu og vinum.

Nú er spurning hver kemur í fyrsta kaffibollann... ég á enn lakkrísbitakökur ;o)