Monday, December 29, 2008

Jólamyndir

Fyrir jólin fórum við á jólamarkað í Sláturhúsinu okkar. Þar á eftri hæðinni bauð ljósmynda-klúbburinn hér upp á ljósmyndir með Hr. Jóla. Dögun var sko hreint ekki á því að láta plata sig út í þessa vitleysum enda jólasveinninn heldur ófrýnilegur að sjá svo hún sendi Sól systur sína eina í myndatökuna.
Eftir töluverðar rökræður fékkst Dögun þó til að vera með á einni mynd með því skilyrði að Dagrún héldi á heinni og Jólasveinninn passaði Sól.






Nú er spurning hvort þetta haldi svona áfram ......................þ.e. að Dögun noti litlu systur til að kanna hættuna áður en hún ákveður sjálf að láta vaða??? Þá eru alla vega einhver not í þessu gerpi sem hefur gert sig helst til heimakomna í mömmu-faðmi.

Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg jól!

Jólastelpurnar á Lagarási 12





Gleðileg jól allir saman!

Kveðja, Steinrún, Óðinn, Dögun og Sól.

Sunday, December 21, 2008

Vetrarsólstöður 21. des.

Í dag er sá dagur ársins sem sólin er styst á lofti og á þessum tímum óska þess margir að sjá lengur og oftar til sólar. Við ákváum hins vegar að fara okkar leið og auka bara um eina sól.

Sillemú er sem sagt laus undan því nafni og hefur hlotið nafnið:

Sól Óðinsdóttir
Dagurinn passaði vel þar sem Dögun er fædd 21. júní, eða á sumarsólstöðum og því er hún akkúrat 3 og 1/2 árs í dag. Svo var matarboð hjá ömmu gulrót í kvöld og því var tækifærið notað í kreppunni svo við þyrftum ekki að splæsa í veislu sjálf og dömunni gefið nafn.

Nú eru systkinin sem sagt:
Dagur Skírnir
Dagrún Sóla
Dögun og Sól

Tuesday, December 16, 2008

Fyrsti pakkinn

Sillemú barst fyrsti pakkinn í pósti sem var stílaður beint á hana.
Elsku Erla-perla, Agnes, Einar og Pípsi:

Takk fyrir góða gjöf, jólaskórnir gerast vart flottari!

Friday, December 12, 2008

Þær systur eru hættar að vera svona líkar eins og þær voru.


Dögun með mömmsu 3 mánaða


Sillemú 5 vikna með mömmu.

Kannski ekki alveg að marka því það munar líka á aldri systranna á myndunum. En ég er ekki frá því samt að mamman hafi e-ð elst á þessum rúmum 3 árum....... hm......

Thursday, December 11, 2008

Aaaaarrrrg.....


Síminn minn datt úr vasanum í morgun án þess að ég tæki eftir því. Svo fundu smiðirnir á neðri hæðinni hann liggjandi og brotinn í snjónum í hádeginu.

Síminn sem sagt ónýtur og ég tími engan vegin að eyða pening í nýjan síma núna í kreppunni.

T630 verður sko sárt saknað - Ég er ekki viss um að ég geti lært á þessa nýtísku síma með alla sína fídusa og G3 tækni og ég veit ekki hvað......
Ég var reyndar búin að heita mér því að fá mér i-phone þegar þessi færi yfir móðuna miklu, en bölvuð kreppan sér nú til þess að svo verði ekki.
Ætli ég geti komið Óðni í trú um að hann hafi sett símann minn í þvottavélina eins og pabbi gerði með Núma síma svo hann kaupi handa mér nýjan??? .....

....hm..... líklega gengi það ekki upp þar sem hann hefur aldrei sett í þvottavélina í okkar sambúð. Spurning samt hvort hann hefur misst símann í súpuna eða í uppvaskið ;o)

Tuesday, December 9, 2008

Tásur og hendur fyrir ömmu gulrót

Hér eru tásurnar hennar Sillemú í ömmuhöndum:



Hér er svo höndin hennar Dögunar í ömmuhöndum 2005:



Hér er að lokum höndin hennar Sillemú í ömmuhöndum:

Monday, December 8, 2008

Eftirlátssemi


Þegar þessi englastelpa spyr hvort við eigum ekki að baka piparkökur saman þá getur mamman klárlega ekki sagt "nei". Þó hún sé nýbúin að hárreita sig yfir stælum og óþægð í sömu stelpu.
Því er búið að redda piparköku-uppskriftinni góðu frá ömmu gulrót og fá lánuð form og matarliti til að geta hafist handa innan skamms..... tja alla vega fyrir jól.

Hvernig verður þetta þegar þær verða orðnar tvær systurnar sem hafa vit á að blikka hvolpaaugunum framan í foreldrana til að fá sínu fram???

Thursday, December 4, 2008

Mánuðnum náð!


Sillemú er 1 mánaða í dag.

Í tilefni af því var henni skellt í notalegt bað, nudduð með Filippo Berio extra virgin olive oil, klædd í hrein föt og nýja bleyju. Hún þakkaði pent fyrir dekrið með því að kúka út um allt 5 mín seinna og þurfti því að finna nýtt dress frá toppi til táar aftur. Það verður einhver bið á næsta dekri.....

Tuesday, December 2, 2008

4 vikna í dag...

...og hér passa menn sko upp á sitt og láta t.d. ekki snudduna fara langt frá sér.
Annars er daman á hraðri uppleið og stutt í að hún verði feit og sæt. Mikið ósköp er þetta fljótt að líða, fjórar vikur voru eins og fjórir mánuðir á meðgöngunni en nú þýtur allt áfram og ég rétt að fatta að það eru að koma jól. Sei, sei, já.....

Annars er fínt að vera í orlofi núna, ég lít ekki á fréttir nema mig langi til og get að mestu hundsað niðurdrepandi kreppu-fréttir. Í staðin skeini ég rassa, þvæ þvott, gef brjóst o.s.fr..... sem ég held að sé í alvöru bara miklu skemmtilegra en hitt.
Markmiðið þessa dagana er samt að fita barnið upp í 4000 g svo við komumst í göngutúr í vagninum að skoða jólagjafainnkaup og fá okkur kaffibolla eða kakó með "stro", ná í Dögun á leikskólann eða e-ð skemmtilegt. Við erum orðnar hálf leiðar að hanga svona inni allan daginn alla daga.