Mikið er þetta notalegt. Settur dagur í dag og allt löngu búið. Enginn sem hringir að tékka stöðuna á 5 mín. fresti og ég ekki eins og fíll vem veltur um.
Á morgun verður skvísan sem sagt 3 vikna og er loksins farin að þyngjast eins og hún á að gera og ótrúlega mannaleg miðað við að hafa átt að fæðast í dag.
Mánudagar eru venjulega byrjun vinnuvikunnar hjá flestum eru þeir byrjun helgarinnar hjá okkur Sillemú. Loksins friður til að hvíla sig, Óðinn í vinnunni, Dögun á leikskólanum og ekkert sem kallar á mann að gera..... alla vega ekki fyrr en um hádegisbil.
Dögun er aðeins farin að átta sig á Sillemú er hvergi á förum og þó að sú minnsta sofi meira og minna allan daginn erum við farin að finna fyrir smá afbrýðissemi hjá prinsessunni. Hún er farin að knúsa systur síða helst til fast og atast í henni stöðugt ef ég er t.d. að gefa henni. Ég var að vona að afbrýðissemin beindist bara gagnvart okkur foreldrunum, en Dögun virðist nú samt ætla aðeins að testa systur sína....."svona gá hvað þessi krakki þolir" ;o) Þær eru alla vega ekki skildar eftir einar saman þegar sú eldri er í þessum gír. En svo er hún líka voða góð þess á milli, aðalega ef hún er orðin þreytt sem ber á því að hún er abbó 3 ára kríli sem saknar fullrar athygli foreldranna.
Monday, November 24, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Elsku litla Dúní. Já þessar stundir sem verið er að gefa brjóst geta tekið á fyrir stóru systurnar. Nú orðið þegar ég ætla að fara að gefa Árna Daníel segir Bergþóra Edda "hann vill ekki drekka". Hún reynir að telja mér trú um að vera ekkert að þessu veseni. :)
Kveðja
Stína
Snúllurúllan hún Sillemú...það er sko ekki spurning hvor þeirra tveggja er sætari!!! Mig langar svoooo að koma og knúsa hana aðeins og skoða "face to face" ...já og ykkur öll auðvitað ;))
En þetta er örugglega ekkert grín fyrir Dögun að fá svona systur sem tekur rúmlega helming þeirrar athyggli sem hún áður fékk en án efa aðlagast hún þessari breytingu...bara spurning hversu langan tíma það tekur.
Hafið það sem best og njótið aðventunnnar.
kveðja úr snjónum
Kæra Dögun.
Hér eru nokkur húsráð, frá eldri systur til eldri systur.
1. Ekki klippa lokkana af Sillemú. Litlar systur verða ekkert ljótari hárlausar og þær fá bara meiri athygli eftir svona aðgerð.
2. Ekki reyna að fá nágranna, vini eða ættingja til að taka hana með sér heim. Þeir klaga nebbla í mömmu og pabba.
3. Ekki reyna að sofa á kross við litlu systur til að geta átt mömmu ein af og til. Mömmur verða voooða geðvondar ef þær fá ekki að sofa nóg og þær taka það sko ekki út á litlu systur.
Bíddu bara róleg. Eftir tvö ár verður Sillemú ábyggilega besta vinkona þín og þá getið þið plottað gegn pabba og mömmu saman :)
Lifi byltingin!
Agnes
Aumingja Erla ;o)
Mér hefði fundist óskaplega gaman ef að stúlkan hefði fæðst á settum degi.. ;) þá hefði ég eignað mér hana pínu, þar sem ég hefði fengið hana í afmælisgjöf ;)
Post a Comment