Tuesday, November 18, 2008

2 vikna afmæli

Í dag er Sillemú orðin 2 vikna. Það sem hún hefur lært á þessum 2 vikum er samt ekki mikið, hún gerir lítið annað en að drekka, sofa, gera í bleyjauna og sofa, væla pínu og sofa svo meira. Dögun til mikils ama, henni finnst þetta heldur lítilfjölbreytt líf hjá systur sinni.

Sillemú var í mælingu áðan sem er smá áhyggjuefni því stelpan hefur ekkert þyngst í heila viku og er enn 3120 g. Svo fæðingarþyngdinnni er ekki einu sinni náð aftur. En þú er bara að leggja krílið þéttar á spenann og sjá hvað setur. En á meðan hún er vær og pissar vel þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Hún er líka ekki eins gul og áður sem er gott.

Dögun er búin að vera lasin heima síðan á laugardaginn, sem er búið að vera svolítið púzzluspil því þó hún sé óttalega góð er stutt í smá abbó-fýling. Svo er agalega erfitt að meiga ekki kyssa og knúsa litlu systur eins og áður, en við reynum að útskýra fyrir henni að það sé hræðilega vont fyrir þá litlu að smitast af hálsbólgu. Dögun sættir sig því við að kyssa hana bara á kollinn.

Stóra systir að passa


Dögun skreytti vögguna með bleikum borða, að sjálfsögðu....


Svo klæddi hún systur sína í kjól, henni fannst ekki nógu fínt að vera á náttfötunum allan daginn fyrir þá litlu, þó hún sjálf neitaði að klæða sig úr sínum.



Ekki meira í bili - brjóstabarnið kallar.......

3 comments:

Anonymous said...

Litla "skonsan" á eftir að taka sinn vaxtakipp. Hún bara brennir svo miklu þessa dagana, stundum tekur það á að sofa!
kveðja
Stína

Anonymous said...

Æ. litla grjónið hennar ömmu sinnar. Nú er bara að snapsa sig á tveggja tíma fresti, það eykur líka mjólkina. Dögun stóra systir er mjög dugleg í þessu öllu saman. Miklar breytingar hjá prinssessu sem átt hefur heiminn ein til þessa.
Kveðja,
mamma

Anonymous said...

Sætusnúðar!

Hef engar áhyggjur af Dögun - hún verður flottasta stóra systirin. Ég fékk nú stundum í magann yfir tilhugsuninni um að Bjartur æðsti prins þyrfti að deila athygli og ofurdekri, en hann tók svona líka vel í að troða einu litlu kríli upp á stall til sín. :)

Koss og knús frá Eygló frænks