Sunday, November 2, 2008

02. nóv. 2008


Í dag á aðalmaðurinn minn sannkallað merkisafmæli. Þó það hafi verið leiðinlegt að komast ekki í veisluna veit ég að hún tókst vel og Óðinn var afar ánægður með allt saman.

Ég get lítið annað gert en að senda ástinni minni 50 risa-stóra rafræna afmæliskossa.
Afmælis brunchinn sem þú áttir að fá í fyrramálið á Hótel Héraði verður að bíða betri tíma en þú átt hann svo sannarlega inni + pjening upp í bassakaup frá okkur Dögun.

Elsku kallinn minn, til hamingju með daginn, og ég tek undir með Tóta bróður þínum: þú batnar bara með árunum eins og gott viskí!


10 comments:

Anonymous said...

Óðinn, bestu hamingjuóskir með daginn. Leiðinlegt hvernig á stendur hjá ykkur. En þið munið njóta lífsins rækilega þegar þau koma heim, vona ég.

Svala

Anonymous said...

Til hamingju med kallinn! Og kallinn med daginn!

E.

Anonymous said...

Þetta var ljómandi partý þótt sumra væri auðvitað sárt saknað. Koma dagar og koma ráð og ekkert sem bannar að halda fleiri partý síðar.
Kveðjur að austan,
mamma

Anonymous said...

Til hamingju með kallinn :)
Joðin

Anonymous said...

Innilega til hamingju með daginn!!

Anonymous said...

Sæl Steinrún, gott að heyra (lesa) að þér er farið að líða betur. Langaði að benda þér á flotta síðu til að hanga inn á ef þú hefðir gaman af www.thecoolhunter.co.uk
Líði þér sem best. Kveðjur Olla og co

harpa said...

Já til hamingju með daginn gamli! Núna getur maður sennilega sagt það með betri samvisku en oft áður :-D

hey steinrún.. þegar ég var komin ca 34-5 átti gormur að vera orðinn huge og átti sko að vera amk 16 merkur við fæðingu. 2 vaxtasónarar sem "staðfestu" það.. Jæja, hann reyndist tæpar 13 og bakaðist þó 4 daga framyfir.. þannig að maður skyldi nú taka þessa "spádóma" hæfilega alvarlega.

Karolina said...

Hæ hæ
Leiðinlegt að meðgangan ætli að enda svona - en þetta á allt eftir að fara vel, vittu til :)
Ef þú ert á Hringbrautinni þá ertu bara rétt hjá mér þar sem ég vinn. Á hvaða deild ertu? - kannski maður kíki á þig fyrir eða eftir vinnu :)

Steinrún Ótta said...

Olla: takk fyrir þetta ég kíki á síðuna.

Harpa: gott að heyra að það er enn von um nettara barn en 16 merkur.

Karó: Já ég er á Hringbrautinni, meðgöngudeild 2. hæð til hægri þegar maður kemur upp stigann, endilega kíktu við ;o)

Anonymous said...

Elsku frænka!!! Það eru aldeilis fréttirnar af ykkur Sillemú. Ég er eins og sauður og kem að fjöllum (þrátt fyrir allt flatlendið í 300 km radíus í kringum mig!!!)
Það er nú ekki lítið verk að vera hýsill fyrir vaxandi stubbaling og þrátt fyrir það að þú liggir með tær upp í loft núna, skaltu ekki gleyma því að "þinn innri maður" er í fullu starfi og rúmlega það. Hlúðu því vel að honum og borðaðu hollan og góðan mat (ekki meira súkkulaði mín kæra), hugsaður jákvætt og brostu þínu blíðasta, þetta fer jú allt vel ;)
Hlökkum svo til að sjá ykkur öll.
Já og til hamingju með betri helminginn.
Stórt knús frá okkur öllum