Wednesday, April 30, 2008

Lok, lok og læs

Nú fer ég að læsa síðunni.
Fuuult af heimsóknum ( yfir 50 síðan í gær) en engin kvitt eða komment........

Tuesday, April 29, 2008

Ó Borg mín Borg.....

Helgin var ljúf eins og sú síðasta.

Á miðvikudagskvöld komu tengdó frá Reykjavík, Dögunar til mikillar gleði. Hún var svo spennt að hitta þau gömlu að hún var að fara á límingunum.

Á sumardaginn fyrsta fórum við og fengum okkur bleikan ís eins og áður var sagt.

Á föstudaginn fagnaði Erla svilkona 45 ára afmæli og bauð í teiti. Jónína (dóttirin) sá að mestu um veitingar, sem voru ekki af verri kantinum, og skipulagnignu. Ég tók að mér að koma með lime-sósu, bruchettur og bláberjapæ. Þar var mikið borðað og skálað og Erla bar aldurinn svo vel að tengdapabbi yngdi hana óvart um 10 ár og taldi hana 35 ára. Mig grunar að það hafi verið besta gjöfin ;o)




Laugardagurinn var rólegur, svo rólegur að ég man ekki hvað við gerðum. Fyrir utan það að fara út að borða á Nielsen í hádeginu í léttan hádegisverð. Og jú, svo var eldað lamb og meðlæti fyrir tengdó áður en þau lögðu í hann suður á sunnudagsmorgunn.

Á sunnudaginn var farið í hádegisgöngutúr út í skóg með nesti og kaffi. Voða notalegt! Komum svo við hjá Ma og Pa og smurðum gamla spiladós frá 1964, hún svínvirkar núna. Smurðum líka hjólið mitt svo við gætum drifist með það í viðgerð í Skóga sem við gerðum.
Í gær dreifst svo Óðinn aftur í Skóga til að fjárfesta í hlaupaskóm, nú á að fara að taka á því. En mikið eru svona hlaupa/skokk skór þægilegir, ef þeir væru ekki svona ljótir í lagi og útliti myndi ég ganga á svona skóm alltaf!

Svo á morgun er stefnt á Rvk. ferð og staldrað við í Borginni fram á laugardag. Planið er þétt og ekki að undra þegar á að hitta 5x nýbura og foreldra þeirra + aðrar útréttingar. En einhvern vegin hljótum við að komast yfir þetta á endanum.

Thursday, April 24, 2008

Merkisafmæli!

Hún Harpa skarpa mágkona er hvorki meira né minna en þrítug í dag.
Innilega til hamingju með daginn elsku Harpa. Við á Lagarásnum fórum og fengum okkur bleikan ís í dós í tilefni afmælisins og sumardagsins fyrsta. Við vildum auðvitað að þið hefðuð verið nær svo þið hefðuð líka fengið bleikan ís, en þið verðið bara að eiga það inni í sumar.

Í tölvuleysinu höldum við áfram að stela myndum af heimasíðu Úlfsins. Hér er ein af afmælisbarninu og einkasyninum.

Monday, April 21, 2008

Góð helgi að baki.

Veðrið var æðislegt og við komin út kl. 10:00 í sólina á laugardagsmorgunn. Ég fór og verslaði smá barnaföt á Dögun og Úlfinn fyrir sumarið. Svo kíktum við í kaffi til Erlu og Árna og Dögun ílengtist svo þar fram á næsta dag. Á meðan fóru foreldrarnir heim að taka til og þrífa fyrir matarboð.
Notalegur matarhittingur um kvöldið þar sem allir komu með e-ð gott meðferðis. Ég stal forréttarhugmyndinni hennar Írisar þar sem hún var lasin og komst ekki sem var mozzarella og tómatar með ferskri basiliku, svo komLóa með ódauðlegan saltfiskrétt, Edda kom með frábært spínat-mangó salat og heimabakað brauð, Tóta kom með fullt af ávöxtum og súkkulaðimús og ég bætti við Lime-peakanhnetu pannacotta. Inga og Halli komu svo með toppinn yfir i-ið og komu með líkjöra með kaffinu eftir á. Þetta var sem sagt bara ljúft og liggur við að ég sé enn södd! Þessu var auðvitað skolað niður með passlegu magni af rauðum og hvítum veigum, auk svalandi gyllts gosvatns. Takk fyrir gott kvöld kæra fólk.



Á sunnudaginn var svo náð í skrípið í pössun og farið beint á Mánatröð 6 og vonast eftir kaffi, en þau voru þá á leið í sund og tóku Dögun með sér, en ég fór heim og vaskaði upp eftir mataraboð og bakaði svo lummur-bröns fyrir þreytta sundgarpa.

Um miðjan dag skruppum við tríóið í göngutúr inn í Hallormsstað í þessari rjómablíðu. Dögun undi vel við að kasta steinum í Lagarfljótið og finna greinar sem gögnuðust sem göngustafir. Svo borðuðum við nesti í skóginum og höfðum það gott.


Þegar heim kom fórum við í að klippa limgerðið fyrir framan húsið og taka síðustu jólaseríuna úr garðinum (hún var frosin undir ís þar til í síðustu viku) og fórum inn um kvöldmatarleitið þreytt og sæl eftir útiveru dagsins. Ég endaði svo kvöldið á að skipta um mold á öllum blómunum mínum, sem eiga pottþétt eftir að láta lífið af ástúð og vídamín-kipp þar sem þeim hefur aldrei verið sinnt sem skildi. Í mesta lagi verið skvett á þau nokkrum vatnsdropum þegar ég hef séð þau aðfram-komin af þorsta og við það að skrælna. En nú er að bíða og sjá hvort þetta hefur dugað til að hressa upp á þau eða hvort þau óverdósa af næringu.



Sólin skín í dag líka og helst vonandi sem lengst. Ég splæsti í súkkulaðisnúða á samstarfsfélagana í kaffitímanum í tilefni af sykurþörf og góðu skapi, mér sýndist þeir falla vel í kramið. Nú vona ég bara að einhver api upp eftir mér vitleysuna og komi með e-ð gott í næsta kaffi ;o)

Friday, April 18, 2008

Laugardagur til lukku.

Eftir streptókokkaárás nr. 2 þettað árið er ég að skríða saman og farin að plana matar-hitting hjá saumaklúbbinum annað kvöld. Það verður ljúft að hittast og eta og drekka á sig gat! Ég er strax farin að smjatta á rauðvíninu í huganum.......

Kannski ég splæsi í Lottómiða í tilefni af þess að potturinn er fjórfaldur...... ég á samt sennilega eftir að gleyma því, ég gleymi alltaf að kaupa miða þegar ég ætla mér það. Enda hef ég aldrei unnið í lukkuspilum, en það kannski helst í hendur?

Annars er kominn vor-fýlingur í mig. Þegar ég smurði andlit dóttur minnar með sólvörn í morgun fannst mér sumarið vera á næsta leiti. Í sömu andrá var ég komin út í garð í huganum, Óðinn stóð við grillið og grillaði humar, ég sat með hvítvínsglas í hendi og sleikti sólina á meðan Dögun sullaði í gúmmílauginni. ......svo var manni kippt aftur inn í raunveruleikann þegar Óðinn kallaði að klukkan væri alveg að verða 08:00 og tími til að koma sér af stað í vinnuna.

Jæja, sumarið kemur vonandi samt, seint og um síðir. Á meðan óska ég ykkur góðrar helgar með sól í hjarta!




Ammli

Hann pápi gamli...., eða afi ungi eins og hann er kallaður hér á bæ, átti afmæli í gær og fær hann auðvitað hinar mestu og bestu afmæliskveðjur frá Lagarás tríóinu. En vegna tölvu vesens var ekki unnt að koma þessu inn fyrr en í dag. Innilega til hamingju með gærdaginn!

Wednesday, April 9, 2008

Húrra fyrir þeim sem enn nennir að berjast fyrir óréttlæti!

Langar að benda á þessa ágætu frétt sem kom í DV í gær. Svo er gert ráð fyrir að svipuð frétt komi í 24 stundum í dag eða á morgun.
Áfram Harpa!

Tuesday, April 8, 2008

úff....


Með ónýta tölvu, skemmdan bíl, krónískan hausverk, hækkandi skuldir, leka stutru og yfirvofandi skólaumsóknarverkefni sem ég skil ekkert í hef ég ákveðið að leggjast í dvala fram á vor. Annars á ég á hættu að e-ð meira skemmist eða endi illa. Merkilegt að ég skuli enn halda vinnunni.....