Thursday, March 13, 2008

Skemmtanahald takmarkað um bænadaga.

Æ, voðalega erum við föst í viðjum vanans. Ég er sjálf mjög hlynt aðskilnaði Ríkis og Kirkju og mér finnst að í samfélagi sem okkar, er stefnir í að verða fjölþjóðasamfélag, eigi ekki að vera hægt að bjóða fólki með önnur trúarbrögð upp á að bönn við skemmtanahaldi vegna eins tiltekins trúarflokks.

Ég geri mér grein fyrir að þetta er viðkvæmt mál, en það mundi ekki brjóta á neinum þó Kirkja og Ríki yrðu aðskilin, því menn geta áfram aðhyllst sína trú án athugasemda, hver sem hún er, og farið eftir reglum hennar og virt bænadagana séu þeir til staðar. "Ríkisbatteríið" á hins vegar að sjálfsögðu að vera hlutlaust þegar kemur að trúmálum og rekið frekar eins og fyrirtæki sem ber hagsmuni heildarinnar fyrir brjósti.

Við tókum þá ákvörðun að skíra ekki Dögun svo hún yrði ekki skráð sjálkrafa í einhvern ákveðinn trúarflokk. Okkur fannst hún eiga að hafa frelsið að velja þegar hún hefur náð aldri og þroska til að skilja út á hvað trúmál ganga. Óðinn er ekki skráður í Þjóðkirkjuna en ég er hins vegar enn skráð þar. Ég vil að dóttir mín alist upp við manngæsku, virðingu, jafnrétti, skoðana- og tjáningarfrelsi og mitt helsta mottó er: "aldrei gera neinum það sem þú vilt ekki að aðrir geri við þig".

Sem vísar okkur aftur í byrjun færslunnar: Menn yrðu ekki glaðir ef aðrir trúarflokkar tækju sig til og settu boð og bönn um skemmtanahald eða annað í heilu landi á dögum sem væru fyrir Þjóðkirkjunni venjuleg helgi eða vika.


En þetta er bara mín skoðun.


3 comments:

Anonymous said...

Þá er bara ekkert annað í boði enn að halda brjálað partý heima hjá sér og láta allt fara úr böndunum!

Kv.
Stína

Anonymous said...

Jii ég gæti ekki verið meira sammála þér! Sé ekki einu sinni að þetta þurfi að vera eitthvað viðkvæmt mál (er jú guðleysingi).

Ríki á að sjálfsögðu að standa utan við trúfélög, því hvar stöndum annars við sem ekki tilheyrum þjóðkirkjunni? Erum við þá ekki alvöru Íslendingar?

Ríkinu ber fyrst og fremst að gæta að jöfnuði allra þegna sinna. Það getur ríkið ekki meðan einum trúarbrögðum er hampað fram yfir önnur eða trúleysi, og á meðan skoðanir þess eina trúarhóps fela í sér mismunun (s.s. útilokun samkynhneigðra frá kirkjuvígslu). Kristinni kirkju væri auðvitað guðvelkomið að loka á homma og lesbíur væri hún sjálfstætt trúfélag líkt og öll hin. En ríkið má aldrei samþykkja mannréttindabrot.

Enda hef ég ekki trú á öðru en að aðskilnaður sé yfirvofandi, enda von meirihluta landsmanna.

En með Dögun - ég held að ennþá fylgi börn mæðrum sínum þegar kemur að trúfélagi. Hún er því skráð í þjóðkirkjuna ef þú ert það þrátt fyrir að vera ekki skírð (held ég...)

Kv. Eygló málglaða frænkan

harpa said...

Ég held reyndar að bann um skemmtanahald myndi ekki breytast þrátt fyrir aðskilnað ríkis og kirkju. Það þyrfti víðtækari lagabreytingu, myndi ekki falla sjálfkrafa út með aðskilnaðinum. Að auki er komin "hefð" fyrir þessu en slíkar hefðir eru oft nær jafngildar lögum.

sammála um aðskilnað ríkis og kirkju. Hins vegar er stjórnarskrárbundið að það þarf þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja þann gjörning og miðað við fælni ráðamanna gagnvart þjatkvgreiðslu má ætla að það líði laaangur tími áður en þetta gerist.

Ég hélt hins vegar að með því að skíra barn væri maður jafnframt að skrá það í þjóðkirkjuna... en..segi eins og eygló -ég HELD..