Monday, March 17, 2008

Sunnudagur og sól

Veðrið var til fyrirmyndar í gær og við nutum þess í botn að prufa "nýju" skíðin hennar Dögunar. Það var arkað út í garð í fullum klæðum og skíðin fest á dömuna. Dýrðin entist þó stutt, en var skemmtileg á meðan á henni stóð. Eftir að vera búin að dragast eftir jafnsléttunni í korter sagðist Dögun bara vilja fara að leika sér, sem hún og gerði. Skíðaklossunum var skipt út fyrir kuldaskó og alls konar dót drifið út í garð þar sem heimasætan dundaði sér lengi, lengi eða allt þar til kaffiþyrstir göngugarpar stöldruðu við í góðu yfirlæti í sólinni.

Dögun tilbúin í slaginn!

Komin á skíðin fínu.

Snjó"húsið".

Kaffiþyrstir göngugarpar á leið úr Bónus.


No comments: