Friday, March 28, 2008

Það sem er efst á baugi í dag er að ég mun skila portafoglio-inu mínu í póst í dag ásamt umsókn í skóla. Mappan er búin að vera mikið hugarangur í meira en mánuð en ég er þó bara sátt með loka útkomuna. Nú er bara að bíða og sjá hvort að LHÍ er ekki á sama máli. Ég nenni samt ekki að stressa mig mikið yfir þessu, veit vel að ég á eftir að enda á þessari braut hvort sem það verður núna eða síðar. En mér finnst alla vega vera kominn tími á einhverjar breytingar, hverjar sem þær verða.

Í kvöld er svo stefnt á leikhúsferð á sýninguna "Lísa í Undralandi" sem Halldóra vinkona er að leikstýra hjá LME (Leikfélag menntaskólans á Egilsstöðum) og Jóhanna Kolbjörg uppáhalds barnapía fær að passa Dögun.

Þetta mun vera efst á dagskrá á morgun hjá mér, enda fæ ég að skipuleggja partýið á Gistiheimilinu! Hvet ykkur til að skoða heimasíðusíðu 700IS og sjá hvað er að gerast. Einnig kom út veglegur bæklingur með dagskrá hátíðarinnar öðrumegin og hinu megin er að finna nýtt tímarit L'Est sem er ógó flott (Guggi ég tók eintak frá til að senda þér til DK)
Eigið þið góða helgi gott fólk!

1 comment:

. said...

leitt að heyra með bílinn þinn.

en hvað ætlaru að fara að læra í LHÍ?