Sunday, March 30, 2008

Mér er ekki skemmt!

Í gær fór ég niður á Gistiheimilið á Egilsstöðum til að sinna opnunar-teiti 700IS. Þar lagði ég bílnum samviskusamlega í stæði beint fyrir framan Gistihúsið, fyrir aftan fallegan vínrauðan jeppling og taldi ég að stæðið væri öruggt.

Þarna var kl. 21:11. Þegar ég kom hins vegar út af gistiheimilinu um 02:37 var komið mikið kóf og leiðinda veður og þegar ég ætlaði að hlaupa til og opna bílstjóra hurðina á bílnum var hún föst. Ég var hálf hissa og reyndi á afláts að opna, en það var ekki fyrr en mér var litið á hurðina fyrir aftan framhjólið að ég sá hvað var að, það var búið að klessa á bílinn og sá hinn sami stunginn af!!!!
Engin ummerki sáust þar sem veðrið var svo vont og löngu fennt og skafið í öll bílför.
Við fórum aftur inn og hringdum á lögregluna, en að sjálfsögðu var hún sofandi heima hjá sér á laugardagskvöldi og bara símsvarinn á. Við enduðum því á að keyra bílinn heim með Gulla sem vitni af staðsetningu bílsins og beyglunni.

Nú trúi ég ekki að það séu engin vitni af þessu þar sem mikið af fólki var á staðnum og allir bílar sem voru á ferðinni fullir af fólki því enginn labbaði í þessu veðri.

Nú óska ég s.s. eftir vitnum af árekstri fyrir utan Gistiheimilið á
Egilsstöðum á dökk-gráan Toyota Auris milli 21:11 og 02:37 laugardagskvöldið 29. mars 2008! Líklega er um lítinn bíl að ræða með svartan stuðara, þar sem beyglan er mjög neðarlega, sem hefur bakkað á eða runnið til við að snúa og klesst á bílinn minn. eða bíll með kerru. Bíllinn gæti verið ljós því hvítar rákir voru á lakkinu mínu og svart nudd eftir líklega stuðarann.
Lögreglan tók þetta loksins út 31. mars svo þetta er komið á skjöl hjá þeim ásamt nákvæmum myndum.

5 comments:

Anonymous said...

Ferlega fúlt og raunar gersamlega óþolandi að fólk leyfi sér að eyðileggja eða taka verðmæti annarra án þess að gera hvað hægt er til að bæta úr skaðanum.
Hjólinu hans Árna var t.d. stolið um daginn þegar hann skildi það eftir smástund við dyr nýju blokkarinnar okkar. Siðlaust skítalið. Það er bara þannig.
Svala

guggi said...

Æi elsku kerlingin mín.... þetta er ömurs. ég vona að þú sert allavega tryggð :-/

Anonymous said...

Oj bara en leiðinlegt. Vonandi finnst sökudólgurinn!!
Joðin & co

Anonymous said...

Já þetta er ferlega svekkjandi og sá sem þetta gerði ætti að skammast sín og vonandi nagar samviskann hann endalaust þar til hann gefst upp. Bjartsýni en það má alltaf vona. Lágmark að skilja eftir miða með síma og nafni.
Sammála Svölu - siðlaust skítapakk!!
Snærún

Anonymous said...

Æjabæja, dónalubbi og siðleysingi. Svona gerir maður ekki og allllllsss ekki á Egilsstöðum.

Annars, ástarþakkir fyrir síðast elskurnar og Steinrún, vildirðu að ég hjálpaði þér eitthvað með þýðingu á blaðinu sem þú sendir mér???
kv Linda og co