Wednesday, March 19, 2008

Álfarnir

Álfarnir munu sennilega alltaf fylgja okkur Íslendingum, hvort sem er í þjóðsögum eða raunveruleikanum. Sumir trúa, aðrir ekki. Sumir sjá, hinir ekki.

En eitt er víst að allir geta séð þessa álfa:
Dögun álfur
Úlfur álfur
(Guggi tók mynd)

Úlfur (ómótstæðilegi) og Guggi álfar
(Harpa tók mynd)

Annars er lítið að frétta núna en nóg að gera fram undan:
  • Páskafrí sem betur fer að verða að veruleika núna kl 16:00 í dag.
  • Ferming á morgun hjá henni Jóhönnu Kolbjörgu.
  • Flutningar hjá Árna og Erlu.
  • Ég verð að klára portafoglioið mitt um páskana
  • Ættingjar og vinir á staðnum yfir páskana

Dögun bíður spennt eftir að fá að borða páksaeggið sitt, hún fékk eitt egg nr. 2 frá Nóa Síríus en þar sem það var enginn strumpur á því fannst henni það heldur lélegt. Mamman fjárfesti því í öðru eggi nr. 5 frá Nóa með strumpi (sem Dögun fær að eiga...þ.e. strumpinn) en foreldrarnir fá hins vegar að njóta súkkulaðsins. Góð lausn! Ég er samt hund fúl yfir að dótapáskaegg fást ekki nema í einhverjum yfir stærðum, auðvitað langar Dögun í dóta-egg en hún hefur ekkert að gera við meira súkkulaðimagn en það sem finnst í eggi nr 2.

Merkilegt þetta ameríska þjóðfélag okkar!







2 comments:

Anonymous said...

hvurslags gengdarlaus myndaþjófnaður er þetta ;)
svo erum við úlfur báðir ómótstæðilegir

Steinrún Ótta said...

Já, þið eruð báðir fínir!
Með myndirnar: ég varð að "stela", ekki eins og þið hafið komið heim um páskana svo ég gæti myndað barnið sjálf ;o)