Þegar ég fjárfesti í elsku bílnum mínum ákvað ég að taka myntkörfulán í Jenum og Frönkum því það var mun hagstæðara og sveiflur á erlendum mörkuðum mun takmarkaðri en hér heima. Gott og vel, mjög skynsamlegt enda kostar ekki nema 12.000 kr að kippa þessu yfir í krónulán.
En nei, nei.... nú er 28.000 kr. greiðslan mín komin upp í 46.300 kr. og heildarlánið af bílnum búið að hækka um hálfa milljón á 2 mánuðum. Það kostar orðið 25.000 kr að breyta um mynnt sem borgar sig ekki. Það borgar sig heldur ekki að selja bílinn því þá sæti ég uppi með þá upphæð sem lánið hefur hækkað um þó bíllinn væri farinn. Eftir símtal við ágæta konu hjá Lýsingu sagði hún mér að skársti möguleikinn væri að bíða eftir að krónan hækkaði í verði og borga mína himinháu reikninga með von um betri tíð og blóm í haga.
Svo nú verð ég bara að setja allt mitt traust á ráðamenn þjóðarinnar (sem b.t.w. settu okkur væntanlega í þessa stöðu í upphafi) að rétta af kútinn svo ég eigi salt í grautinn og þá er mér ekki bros í huga.
22.300 kr. hækkun á 2 mánuðum. Það gera 267.600 kr. aukalega á ári fyrir það eitt að búa á Íslandi um þessar mundir og klárlega eru launin mín EKKI að hækka í samræmi við þetta. ........ ég gæti bara átt annað barn í nær fullri leikskólavist fyrir það!
2 comments:
Ég fékk í magann við þessa lesningu!!
Vá hvað það eru margir að fara á hausinn!! En við krossum putta og vonum það besta. Þangað til verðuru bara að éta skyndinúðlur í öll mál og segja Dögun að vera dugleg að borða á leikskólanum..
Já hér eftir verður Dögun send með plastpoka á leiksólann til að næla í matarafganga fyrir okkur Óðinn, sem fáum engan mat í hádeginu til að drýgja matarinnkaup fjölskyldunnar. ;o)
Post a Comment