Í gær fengum við Dögun afhentan glænýjan Toyota Auris luxury (Óðinn var á fundi og missti af allri gleðinni). Hjá móðurinni var þetta tóm hamingja en dóttirin var ekki eins glöð með að "kallinn" ætlaði að taka gamla bílinn okkar. En eftir að hún fékk í hendurnar súkkulaði-kassann sem fylgdi nýja bílnum sagði hún ekki eitt aukatekið orð í viðbót..... enda munnurinn upptekinn við annað en að tala.
Ég er hins vegar enn að ákveða hvort hinn nýi fjölskyldumeðlimur mun taka stöðu barns nr. 2 eða viðhalds. Það er alla vega á hreinu að Óðinn verður að leggja sig verulaga fram til að fanga athygli mína næstu daga.
En svo má hins vegar spurja sig um hvort það hafi verið gáfulegt að skipta á 4x4 jeppling og framhjóladrifnum smábíl á fyrsta snjódegi vetrarins!
Nú vantar bara nafn á gæðinginn/gæðinguna og auglýsi ég hér með eftir hugmyndum!
12 comments:
Það liggur beinast við að gellan fái nafnið Aurelia. Það er samt kannski of beintengt .. þannig að til vara legg ég til nöfnin Snatti, Legolas, Fínn og Eyjólfur.
Eyjólfur kemur vissulega sterkt til greina...... en óska engu að síður eftir fleiri hugmyndum!
þorbjörn!!
ég get ekki séð að neitt annað passi
congratz til ykkar dögunar
Svona straumlínulagaður og snar í snúningum, svartur svo hann sést ekki í nóttinni: Bond, James Bond.
Eyjólfur Þorbjarnarson Bond? ;o)
Mér finnst nú nafnið eigi að vera fröken Grábrók. Afar íslenskt nafn og vísar í dökkgráan lit bílsins og langbrókar nokkurrar sem uppi var hér í denn. Sú þótti nú nokkur tildurrófa og ekki öll þar sem hún var séð en ég hef alltaf dáðst af þeirri konu samt.
Mér finnst nú dálítið slæmt að heyra að blessaður sakleysinginn hafi verið friðaður með súkkulaði-kassa á þessari tilfinningaþrungnu stundu!
Með kveðju,
amma gulrót
Til hammó með bíló!
Þykist viss um að amman mín megin fagni súkkulaðinu...
Til haminjgu með bílinn..
Mig langar einmitt svo mikið í nýjan bíl.. mig langar samt ekki í lítinn bíl mig langar í stærri en ég á núna.. station bíl og nýrri útgáfu af mínum frábæra bíl =)
Ó þeir eru svo fallegir =)
Æðislegur bíll! Ég átti bágt með mig í morgun þegar ég sá Óðinn koma á fákinum og hugsaði ég gott til glóðarinnar þegar hann skuttlaðist inn með Dögun....hum..þegar var mjög spennuþrungin stund. En ég dreif mig bara uppí Black Mamba, þurkaði tárið af kinninni og ók bitur á brott! Ég vil meina að hann mun heita The Dark Silver Fox! Og á í ástarsambandi við BM :D
Til hamingju með gripinn, megi hann duga ykkur vel og lengi. Mér sýnist hann nú vera kvenkyns og tæpast geta heitið Eyjólfur. Grábrók er miklu nær lagi og ekki slæmt nafn.
Skil ekki alveg þennan sælgætisáhuga Dögunnar, ég hef haft of lítið af því barni að segja. Bjartur myndi ekki láta huggast við súkkulaði, held ég. Kannski þurrkaði hann þó tárin fyrir íspinna eða kleinu. Amman reynir að eiga svoleiðis þegar hans er von. Þarf að fara að endurskoða viðurnefnið. Hvað með ömmu kleinu?
Amma súkkó
Mér finnst þetta tal um aumingjans bílinn vera farið að minna svo á einshvers konar fetisisma að ég legg til að hann verði kallaður Ron Jeremy.
Farþegi í bílnum
Jæja.. mér var hugsað til ykkar dögunar í dag þegar ég mætti með Karen Rós á leikskólann og það var bangadagur og ég hafði enga hugmynd um það.. hræðilegt að sjá barnið með engann bangsa á meðan að hin börnin voru með bangsa.. ég hefði verið til í jafn litla umferð og á Egillstöðum til að geta farið heim að ná í bangsa, það var ekki hægt umferðin á morgnanna í ártúnsbrekkunni er dauði og maður bíður nú ekki í það oftar á dag en nauðsyn krefur.... ÖMURLEGT...
Post a Comment