Thursday, October 25, 2007

"Hver ert þú í múmíndalnum?"

Ég tók þetta skemmtilega quiz http://quiz.start.no/?p=qplay&quizID=1136 í dag.
Ég var Mía litla..... veit ekki hvort ég varð mjög hissa, enda fannst mér hún alltaf skemmtilegasti karakterinn þegar ég var lítil. Mía getur allt, og gerir allt sem henni dettur í hug....hm.. oft án þess að hugsa!
Annars getið þið tekið prófið sjálf!
En svona fyrst við erum komin í Múmíndalinn þá verð ég að mæla með búðinni Trust&trust: http://www.trustogtrust.dk/
Þar er hægt að finna allskonar fígúrur úr Múmínálfunum m.a. svona fínt hús. Mikið væri gaman að ganga í barndóm og kaupa sér svona kostagrip, en hann er sannarlega ekki gefins frekar en annað í búðinni. En maður á nú barn og líða tekur að jólum..... Ef maður kann ekki við að kaupa það handa sjálfum sér þá "gefur" maður bara börnunum það og leikur sér að þegar enginn sér til ;o)

6 comments:

Anonymous said...

Vá má ég plís! Ég þarf að fara að eignast barn greinilega .. það litla sem múníálfadót heillar mig ..

Anonymous said...

Ég hef aldrei náð múmínálfunum, hélt maður þyrfti að vera á sýru til að meika þá...

Anonymous said...

Til hamingju með síðuna!
Já það kemur ekkert rosalega á óvart að þú hafir verið Mía litla, það er mikill svipur(prakkarasvipurinn) með ykkur stöllum ;)

O já dem, það eru að koma jól! Maður þarf að byrja að taka til í dótaflóðinu til að koma meiru fyrir!

Kveðja Sigrún

Anonymous said...

hehe.. Karen Rós er einmitt voða mikið að horfa á múmínálfana þessa dagana... hún kallar það alltaf húsí.. s.s. húsið
hún tengir þetta bara við flotta múmínhúsið =)

Anonymous said...

Hæ.
Fann þig á Hörpu síðu ;)
Ég byrjaði á prófinu og sá mér til mikillar skelfingar að ég skildi ekki neitt. Ákvað að hætta við í miðju kafi frekar en að enda sem hundleiðinlegur karakter :) Mía er auðvitað best! Ég ætla að vera hún líka.
Kv, Inga Jóns.

Anonymous said...

Ég komst að því að ég væri Snorkurinn. Alveg sáttur við það.