Wednesday, November 18, 2009

Dagar myrkus

Í morgun fórum við Óðinn (+ Sól) bæði með Dögun á leikskólann þar sem árlegur viðburður á Dögum myrkus var á döfinni.
Krakkarnir á leikskólanum voru búin að mála hver sína krukkuna til að setja út í garð í myrkrinu með logandi kerti í. Þetta er alltaf jafn skemmtileg athöfn og Dögun var voða stolt af sinni (að sjálfsögðu) bleiku krukku.
Kósí stemning, en vonlaust að taka óhreyfðar myndir án þrífótar.

Dögunar krukka er sem sagt þessi bleika sex-kanntaða.

3 comments:

Anonymous said...

Fallegt! Skemmtileg hugmynd..

guggi said...

ægilega gaman, skil vel að prinsessan hafi verið ánægð með þetta :)

Anonymous said...

Dögun sagði ömmu sinni um daginn að bráðum kæmu dagar myrkurs og til nánari útskýringar að það væri "krukkudagurinn". Hann er greinilega kominn með sína bleiku birtu!
kv. amma gulrót