Síðasta vor sá ég svo að Snúðar og Snældur voru orðnir umboðsaðilar fyrir draumakerruna mína.
Ég var ekki lengi að sannfæra Stínu fínu svilkonu um ágæti kerrunnar og hún splæsti í eina undir krílin sín.
Eftir að Sól fæddist hélt ég áfram að nota vagninn góða - enda um ævieign að ræða þegar Emmaljunga er annars vegar. En mig dreymdi þó áfram um kerruna fínu. Þarna á milli var Kristín vinkona að vandræðast með kerru undir sína stráka og ég benti henni að sjálfsögðu á hvar hægt væri að fá draumakerruna. Hún lét fallast og var hæst ánægð.
Nú var ég orðin frekar óþreyjufull og kerran veik ekki úr huga mér.
Við keyrum um á litlum bíl sem er er góður að mörgu leiti en ókosturinn er að Emmaljunga vagninn kemst ekki fyrir nema að hertaka framsætið og að Óðinn labbi (ekki labba ég alla vega). Þetta er auðvitað frekar þreytandi þegar þarf að skutlast á milli staða með vagninn. Þarna byrjaði að glitta í vonina..... hvernig væri að minnka vagninn niður í kerru???
En vagninn einn og sér dugði ekki alveg.... því tók ég á það ráð að selja undan aumingja Sól: vagninn, minni kerru,burðarrúm, bílstól og base til að hala inn fyrir einni skitinni draumakerru. En viti menn, það tókst að lokum.
Nú eigum við því hárauða Phil & Teds kerru undir Dögun og Sól - mér (aðalega) til mikillar gleði. Við erum samt öll hæst ánægð með þetta enn sem komið er því hún tekur lítið pláss og kemst í skottið á bílnum og var n.b. ódýrari en nýr bíll. Emmaljunga verður samt sárt saknað og til að missa hann ekki alveg úr augsýn kom ég honum fyrir í góðum höndum.
En nú er bara að vona að kerruskömmin standi undir öllum þeim væntingum sem ég hef!