Saturday, November 29, 2008

Systurnar

Þó að Dögun og Sillemú séu mjög líkar að mörgu leiti er samt gaman að sjá muninn á þeim.


Á efri myndinni er Dögun 3 vikna og á þeirri neðri er Sillemú 3 vikna
- líkar en samt ólíkar -



Mér finnst samt notalegt að vita að þrátt fyrir smá vöntun á athygli hjá þeirri eldri endrum og eins, er systra-ástin klárlega til staðar.


Friday, November 28, 2008

Afmælis-prinsarnir

2 af uppáhalds köllunum mínum (sem eru auðvitað nokkrir) eiga afmæli í dag.
Aldursmunurinn er reyndar töluverður en þeir eru nú samt góðir félagar.


Hérna eru þessir tveir einmitt saman fyrir um ári síðan.

Hérna er svo sá eldri, hann afi minn sem er 79 ára í dag.


Hér er svo gullmolinn og uppáhaldið hann Úlfur Stefán sem er 1 árs í dag
(ég viðurkenni fúslega myndastuld af heimasíðunni hans Úlfs þar sem ég á bara gamlar myndir síðan í sumar af þessu fallega barni.... og það er ekki hægt að setja inn ungbarnamynd þegar maður er orðinn 1 árs)


Til hamingju með daginn báðir tveir!!!

Monday, November 24, 2008

Settur dagur í dag.....

Mikið er þetta notalegt. Settur dagur í dag og allt löngu búið. Enginn sem hringir að tékka stöðuna á 5 mín. fresti og ég ekki eins og fíll vem veltur um.

Á morgun verður skvísan sem sagt 3 vikna og er loksins farin að þyngjast eins og hún á að gera og ótrúlega mannaleg miðað við að hafa átt að fæðast í dag.

Mánudagar eru venjulega byrjun vinnuvikunnar hjá flestum eru þeir byrjun helgarinnar hjá okkur Sillemú. Loksins friður til að hvíla sig, Óðinn í vinnunni, Dögun á leikskólanum og ekkert sem kallar á mann að gera..... alla vega ekki fyrr en um hádegisbil.
Dögun er aðeins farin að átta sig á Sillemú er hvergi á förum og þó að sú minnsta sofi meira og minna allan daginn erum við farin að finna fyrir smá afbrýðissemi hjá prinsessunni. Hún er farin að knúsa systur síða helst til fast og atast í henni stöðugt ef ég er t.d. að gefa henni. Ég var að vona að afbrýðissemin beindist bara gagnvart okkur foreldrunum, en Dögun virðist nú samt ætla aðeins að testa systur sína....."svona gá hvað þessi krakki þolir" ;o) Þær eru alla vega ekki skildar eftir einar saman þegar sú eldri er í þessum gír. En svo er hún líka voða góð þess á milli, aðalega ef hún er orðin þreytt sem ber á því að hún er abbó 3 ára kríli sem saknar fullrar athygli foreldranna.


En stundum má samt hafa gaman af þessu skrípi sem tróð sér inn í fjölskylduna s.b.r. þessa mynd! Nú er bara spurning hver er hvað og hver á hvað?

Thursday, November 20, 2008

Litla tígris-rækjan


Sumir mannast dag frá degi, augun eru alla vega opin þó fósturstellingin sé enn í uppáhaldi.


Tuesday, November 18, 2008

2 vikna afmæli

Í dag er Sillemú orðin 2 vikna. Það sem hún hefur lært á þessum 2 vikum er samt ekki mikið, hún gerir lítið annað en að drekka, sofa, gera í bleyjauna og sofa, væla pínu og sofa svo meira. Dögun til mikils ama, henni finnst þetta heldur lítilfjölbreytt líf hjá systur sinni.

Sillemú var í mælingu áðan sem er smá áhyggjuefni því stelpan hefur ekkert þyngst í heila viku og er enn 3120 g. Svo fæðingarþyngdinnni er ekki einu sinni náð aftur. En þú er bara að leggja krílið þéttar á spenann og sjá hvað setur. En á meðan hún er vær og pissar vel þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Hún er líka ekki eins gul og áður sem er gott.

Dögun er búin að vera lasin heima síðan á laugardaginn, sem er búið að vera svolítið púzzluspil því þó hún sé óttalega góð er stutt í smá abbó-fýling. Svo er agalega erfitt að meiga ekki kyssa og knúsa litlu systur eins og áður, en við reynum að útskýra fyrir henni að það sé hræðilega vont fyrir þá litlu að smitast af hálsbólgu. Dögun sættir sig því við að kyssa hana bara á kollinn.

Stóra systir að passa


Dögun skreytti vögguna með bleikum borða, að sjálfsögðu....


Svo klæddi hún systur sína í kjól, henni fannst ekki nógu fínt að vera á náttfötunum allan daginn fyrir þá litlu, þó hún sjálf neitaði að klæða sig úr sínum.



Ekki meira í bili - brjóstabarnið kallar.......

Monday, November 10, 2008

Sú nýja

Hún kom sá og sigraði skvísan atarna þann 4. nóv. kl 21:36.
13,5 merkur, 50 cm og höfuðmál 36 cm - alveg eins og stóra systir.

Takk fyrir allar kveðjurnar kæru vinir!

Tuesday, November 4, 2008

Afmælisstelpa

Elsku, elsku Unna amma mín á afmæli í dag.

Innilega til hamingju með daginn!

Sunday, November 2, 2008

02. nóv. 2008


Í dag á aðalmaðurinn minn sannkallað merkisafmæli. Þó það hafi verið leiðinlegt að komast ekki í veisluna veit ég að hún tókst vel og Óðinn var afar ánægður með allt saman.

Ég get lítið annað gert en að senda ástinni minni 50 risa-stóra rafræna afmæliskossa.
Afmælis brunchinn sem þú áttir að fá í fyrramálið á Hótel Héraði verður að bíða betri tíma en þú átt hann svo sannarlega inni + pjening upp í bassakaup frá okkur Dögun.

Elsku kallinn minn, til hamingju með daginn, og ég tek undir með Tóta bróður þínum: þú batnar bara með árunum eins og gott viskí!


Saturday, November 1, 2008

Sjúskaði sjúklingurinn

Eftir vægast sagt ömurlega líðan síðasta rúma sólarhringinn sé ég loksins fram á aðeins betri tíma í vændum. Er búin að vera í stöðugu eftirliti, monitorun, hitamælingum, blóðprufum (er orðin meira út stunginn en slæmur fíkill), sýklalyfjagjöf, blóðþrýstingsmælingum og verkjalyfainntöku. Er sem sagt enn með meðgöngueitrun og einhverja ógeðis pest ofan í það, líklega streptókokkasýkingu en þó ekki alveg víst hvað það er, en sýking mældist alla vega í blóðprufunni. Þó ég sé reyndar langt frá því að vera orðin góð er notalegtilfinning að finna að líðanin er í rétta átt.

Hér er maður líka eins og prinsessa, allir vilja allt fyrir mann gera og ljósmæðurnar eru eins og mömmur sem hafa stöðugar áhyggjur. Ekki slæmt að hafa 2-3 mömmur í kringum sig til að stjana við mann allan sólarhringinn. Koma færandi hendi með mat, kodda, hita og kælipoka eftir þörfum, verkjalyf og klapp á bakið.

Svo eru vinir og ættingjar duglegir að fylgjast með og koma færandi hendi. Sérstakelga Ísold engill, sem fékk svo meira að segja að taka með sér óhreinu fötin mín í þvott, eftir að vera búin að færa mér fullan poka af nauðsynjavörum. Á undan henni kom svo Helga Jóna mágkona líka með smá súkkulaði og drykk. Ég verð eins og akfeit belja ef fer áfram sem horfir af öllu þessu nammi....... nú er gott að þurfa ekki að halda inni á sér maganum!

Annars veit ég lítið um framhaldið, fæ einhverjar niðurstöður á mánudaginn hvað varðar sýkinguna og á líklegast bara að vera hér áfram. Það eru hverfandi líkur á að Óðinn minn fái orminn í afmælisgjöf á morgun, en hver veit - aldrei að segja aldrei. Annars eru nægar dagsetningar til að stefna á:

Óðinn 2. nóv.
Amma 4. nóv.
Tengdapabbi 7. nóv.
Blædís 9. nóv. minnir mig
Máney þá örugglega 11. nóv.
Lóa listakona 21. nóv.
Sigríður Eir 26. nóv
Afi og Úlfur Stefán 28. nóv.

Krílið dafnar annars mjög vel og eiginlega helst til vel, mældist um 14 merkur í fyrradag..... mér er um og ó hvar það endar. Vona bara að þetta verði ekki e-ð risa barn.

Annars sendi ég kveðjur í matarboðin sem eru í gangi núna. Annars vegar "jólamatarboð" hjá Hönnu Báru þar sem ættingjar í bænum ætla að hittast og væntanlega drekka rauðvín og hafa það gott.
Hins vegar afmælismatarboð hjá ektamanninum á egilsstöðum í tilefni morgundagsins! Það er nú pínu fúlt að komast í hvorugt partýið og fá hinn kræsilega spítalamat í staðinn - en eins gott að menn skemmti sér líka fyrir mína hönd á báðum stöðum!

Over and out í bili.