Monday, August 11, 2008

Komin aftur til vinnu.

Jæja, einhvern vegin er það þannig að þegar maður hefur frá mestu að segja nennir maður ekki að blogga um það eða hefur hreinlega ekki tíma í það.
Sumarfríið leið allt of hratt sem og dvöl Úlfsins og Co. á landinu, en þau flugu aftur til Köben í gær.

Fríið einkenndist af leti og meiri leti. Þó var hitt og þetta smálegt framkvæmt samhliða letinni. Hæst stóð þó uppúr þriggja nátta útilega á Borgarfirði eystri um Bræðsluhelgina og Verslunarmannahelgar-game á Eiðum, auk almennra hittinga með skyldfólki úr báðum ættum.

Annars nenni ég ekki að tíunda fríið meira þar sem ég sakna þess að vera ekki í lengra fríi, en það er nú ekki langt í að ég þurfi að bregða mér aftur frá vinnu til að sinna annars konar störfum. Alla vega er leigandinn framan á mér í stöðugri stækkun og ég veit ekki hvar þetta endar með þessu áframhaldi. Mig er farið að gruna að það séu a.m.k. 3 leigendur þarna inni miðað við læti og fyrirferð. Ef leigutíminn er til 24. nóvember eins og áætlað er, held ég að Óðinn verði farinn að teyma mig um í bandi eins og risastóra gasblöðru áður en langt um líður. Ég verð svo útblásin að ég á ekki eftir að geta hreyft mig úr stað af sjálfsdáðum innan örfárra vikna.
Kannski þetta verði þrjár Dögunir í viðbót???

2 comments:

Anonymous said...

24. nóvember er mjög góður dagur til að eiga börn.. börnin verða svo sniðug eintök á þeim degi ;) sjáðu bara mig ;) hehe... En annars finnst mér þú þurfir að fara að setja inn myndir af bumbus.. maður er svo forvitinn að sjá ;)

Anonymous said...

Það gæti margt verra gerst en að eignast þrjár Dögunir í viðbót.
Kv. mamma