Friday, August 15, 2008

Föstudagur

Ormsteiti að byrja og í kvöld er stefnt á Hverfahátíð og alvöru Karnival með svakalega flottum búningum. Þessu má enginn missa af!!!


Dögun er hin spenntasta og búið að lofa henni að fá ljósa armbönd og hálsfestar til að bera þegar skyggja fer.
Það eina sem veldur mér áhyggjum að litur okkar hverfis er GULUR og eiga menn að klæðast þeim lit í tilefni af því á grillinu. En ég fór yfir fataskápa heimilisins í hádeginu og fann bara eina gula flík:
Skærgulan Malarvinnslubol sem ég fékk á blakmóti fyrir löngu. Nú eru góð ráð dýr, við erum jú 3 í heimili og allir verða að skarta gulu. Ætli ég endi ekki á að klippa niður bolinn fína og búa okkur til hárbönd eða trefla, það er bara spurning hvort Blædís og Doddi fyrirgefi mér skemmdirnar á bolnum fína. En vonandi erfa þau það ekki við mig þar sem þau eru búin að selja fyrirtækið. Menn verða nú að fórna sér fyrir hverfið og blessunarlega eru þau á Hörgsási 6 líka í gula liðinu með okkur Lagarásbúum.

ÁRFAM VIÐ!

3 comments:

Anonymous said...

Þetta var hin glæsilegasta sýning og veðrið fínt. Íbúar mjög heppnir með það ár eftir ár. Við hin grænu vorum líka mjög flott.
kv. mamma

Anonymous said...

Hæ hó og takk fyrir kveðjuna.

Það er ekki langt síðan ég uppgötvaði nóvemberleigjandann þinn, enda afar falleg og nett húsnæði sem hýsir hann. Öfugt við mig sem hef þá tilhneigingu að verða eins og strandaður hvalur með skip og rútubifreið innanborðs.

Hamingjuóskir í bæinn.

Ingunn Bé og febrúarlaumufarþeginn.

Anonymous said...

Langur föstudagur á Egils?

E. frænks