Þarna var kl. 21:11. Þegar ég kom hins vegar út af gistiheimilinu um 02:37 var komið mikið kóf og leiðinda veður og þegar ég ætlaði að hlaupa til og opna bílstjóra hurðina á bílnum var hún föst. Ég var hálf hissa og reyndi á afláts að opna, en það var ekki fyrr en mér var litið á hurðina fyrir aftan framhjólið að ég sá hvað var að, það var búið að klessa á bílinn og sá hinn sami stunginn af!!!!
Engin ummerki sáust þar sem veðrið var svo vont og löngu fennt og skafið í öll bílför.
Engin ummerki sáust þar sem veðrið var svo vont og löngu fennt og skafið í öll bílför.
Við fórum aftur inn og hringdum á lögregluna, en að sjálfsögðu var hún sofandi heima hjá sér á laugardagskvöldi og bara símsvarinn á. Við enduðum því á að keyra bílinn heim með Gulla sem vitni af staðsetningu bílsins og beyglunni.
Nú trúi ég ekki að það séu engin vitni af þessu þar sem mikið af fólki var á staðnum og allir bílar sem voru á ferðinni fullir af fólki því enginn labbaði í þessu veðri.
Nú óska ég s.s. eftir vitnum af árekstri fyrir utan Gistiheimilið á
Egilsstöðum á dökk-gráan Toyota Auris milli 21:11 og 02:37 laugardagskvöldið 29. mars 2008! Líklega er um lítinn bíl að ræða með svartan stuðara, þar sem beyglan er mjög neðarlega, sem hefur bakkað á eða runnið til við að snúa og klesst á bílinn minn. eða bíll með kerru. Bíllinn gæti verið ljós því hvítar rákir voru á lakkinu mínu og svart nudd eftir líklega stuðarann.
Lögreglan tók þetta loksins út 31. mars svo þetta er komið á skjöl hjá þeim ásamt nákvæmum myndum.