Wednesday, February 6, 2008

Öskudagur heima á Lagarásnum

Dögun var skipt út fyrir eitt stykki Línu Lagnsokk hér í morgun. Lína er hin skemmtilegasta stelpa og er búin að bralla margt þrátt fyrir að ekki sé mikið um almennan félagsskap hér á Lagarási 12. Hú er t.d. búin að baka lummur, horfa á video, leika í húsinu sínu og siða Önnu og Tomma svolítið til, að við tölum ekki um Níels apa. Hesturinn hefur hins vegar ekki látið sjá sig það sem af er degi, enda Lína vís með að hrekkja hann eitthvað. Svo er von á litlum frænda í stutta pössun eftir nokkrar mínútur. Þá verður nú fjör hjá mömmu og Línu.


Samt sem áður hlökkum við til að fá Dögun til okkar aftur í kvöld og vonum að hún komist á leikskólann sinn í fyrramálið.

Bætt við 16:30:
Við Dögun skruppum á sjúkrahúsið í streptókokkamælingu áðan, hún reyndist jákvæð og stelpan líka með skarlatsótt. Ha-bara-ha!!! 10 daga pensilínkúr framundan og tóm gleði.

Sessa vinkona sendi mér sms á meðan og tilkynnti að hún væri búin að ala myndarstrák 14 merkur og 49 cm. TIL HAMINGJU ELSKU SESSA! Það er svo gaman að vera svona þykistunni frænka ;o) og ó hvað hann er yndislegur og líkur mömmu sinni og móðurömmunni.

2 comments:

Anonymous said...

Það er nefnilega það. Best að verða veikur og taka það með stæl eins og allt annað. Streptó og skarló. Geri aðrir betur.
Verður ekki bara að fá ömmu senda austur með flugi?

Steinrún Ótta said...

jú, óskum eftir ömmu til að passa skvísuna. ;o)