Monday, February 4, 2008

Grænn dagur


á leikskólanum hennar Dögunar í síðustu viku, einnig blár og gulur dagur, en sá græni tókst best upp hvað dressið varðar. Hún var eins og lítill grænn álfur eða Hobbiti. Ég var mjög ánægð þegar ég fór yfir fataskáp prinsessunnar í tilefni af þessum dögum og komst að því að hún á föt í öllum regnsbogans litum, ekki bara bleikum og fjólubláum. Vona bara að það haldist, mér skilst á mömmunum á leikskólanum að frá 3 ára aldri sé fátt annað en bleikt í tísku hjá þeim stuttu. Oh, jæja koma tímar koma ráð.

P.s. ég komst heim í dag án þess að festa mig og í tilefni af því poppuðum við Dögun og fengum okkur stíl, sódavatn og popp upp í rúmi og horfðum á Múmínálfana. Stundum en notalegt að vera lasin, þá má svo margt!

1 comment:

Anonymous said...

Ég held ég geti einmitt tæklað bláan, grænan og gulan dag... þó það væri mesta úrvalið á bleikum dag eða rauðum.. tja eða brúnum =)

En við fáum víst lítið um þetta ráðið hér eftir... það er þá bara vonandi að dætur okkar fái flotta liti á heilan.. ég myndi t.d. ekki gúddera svona ljósbabybleikann :S