skip to main |
skip to sidebar
Mánudagur til mæðu
- Dögun er lasin, með hita og kvef.
- Óðinn búinn að festa bílinn einu sinni, þá var hringt á pabba til að hjálpa til, því ég var föst með Dögun inni í húsi og aumingja pabbi fenginn til að ýta og moka.
- Ég festi bílinn svo aftur klukkutíma síðar á leið í vinnu svo það þurfti að draga mig upp.
- Veðrið er búið að vera leiðinlegt, slæmt skyggni og ofankoma.
En það góða við daginn í dag er:- Það er bolludagur (ég er strax búin með 2 ljúffengar bollur)
- Stína svilkona á afmæli í dag (þó slöpp sé greyið, helv. pestir alltaf hreint) Til hamingju Stína þ.e. með afmælisdaginn!!!
- Það er að létta til!
- Ég er farin heim - vonandi festi ég mig ekki á heimleiðinni
1 comment:
Ég þakka góðar afmæliskveðjur.
Post a Comment