Sunday, February 24, 2008

Svona á konudagurinn að vera:

Rauðar rósir á laugardegi...


Gæsabringur og meðlæti á laugardagskvöldi ala Óðinn...




...ásamt góðu rauðvíni.




Á konudaginn sjálfan var svo farið með Árna, Erlu og krökkunum á kaffihlaðborð á Skriðuklaustur og göngutúr í Trjásafnið eftir á.


Það er gott að eiga góðan mann, ég segi nú ekki annað.

Takk ástin mín!

7 comments:

Anonymous said...

Það er bara farið að vora fyrir austan!

Kv.
Stína

Anonymous said...

Voða eru réttir alltaf fallega fram bornir hjá manninum þínum! nammi lítur vel út! Ef ég kem um páskana verðið þið barasta að bjóða okkur í mat ha ?!

Ísold

Steinrún Ótta said...

Að sjálfsögðu verðið þið boðin í mat hróin mín...... ég er búin að bíða lengi eftir að fá ykkur í heimsókn svo ekkert verður til sparað! ;o)

Svo skulda ég ykkur líka þó nokkrar gistinætur.

Anonymous said...

Ekki slæmt. Ótrúlega er orðið grænt upp á Skriðuklaustri!
Kveðja, mamma

E.s. fékk hvítar rósir og kvöldmat í gærkvöldi á Nielsen.

Anonymous said...

Bíddu, konudagur! Hvað er það aftur? Einhver rósaræktunardagur? Hann hefur alltaf farið framhjá mér. Tengist kannski þessum bóndadegi sem ég hef heyrt minnst á en aldrei vitað af heldur!
En maturinn er ekki ljótur.

Svala

Anonymous said...

Ljúft! Já, konudagar eru dagar fyrir konur sem eiga karla, eða maka allavegana. Um að gera að gera sér glaðan dag.

Anonymous said...

Hvernig gengur með möppuna Steinkus?