Thursday, February 7, 2008
Annar í öskudegi.
Eftir að við fengum að passa Steinar litla frænda í gær, við mikinn fögnuð heimasætunnar, fengum við Unnar stóra bróður hans í heimsókn í dag til að leika. Unnar tók með sér fína íþróttaálfa-búninginn sinn og Dögun fann mikla þörf fyrir að bregða sér í líki Tuma tígurs. Nú sitja þeir félagar Tumi og Hr. Íþróttaálfur og dunda sér inni í herbergi með tónlist á. Öllu ægir saman dúkkum, tuskudýrum, ponýhestum, Línu langsokk húsi, kubbum, bókum og matarstelli. Ekki veit ég hvað leikurin heitir en eitt er víst að krakkarnir una sér vel í sínum eigin litla óreiðu-heimi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Svona á lífið að vera þegar maður er lítill...
kveðja,
mamma/amma
Æ þú ert svo klár á fótósjoppið!!
Ætlaði bara að kvitta fyrir lesturinn :) Skemmtilegur eins og alltaf;)
Kveðja Sigrún Hólm.
Frábærar myndir hjá þér snillingur!!! Flott Lína og svo þau "Tígri" og "Íþróttaálfurinn" sem ég sé ekki betur en að sé sjálfur Unnar Aðalsteinsson, frændi minn með meiru.
Svaka gaman að þessu ;)
kv Linda
Já og Steinar hefur líka kíkt í heimsókn!!!
Ohhh, hvað við Hekla söknum þess að vera ekki með ykkur öllum ;( Förum að gera alvöru úr því að koma
...yfir og út
Post a Comment