Kominn þessi líka fallegi mánudagur. Blankalogn og sól úti, þó sýnir mælirinn -3° brrrr......
Helgin var nokkuð róleg hjá okkur Lagarás-tríóinu.
Ég fór á Sentrum fyllerí á föstudaginn og keypti mér flýkur til að geta mætt sómasamleg í vinnuna. Skrítið hvað fötin mín hafa tekið upp á því að minnka núna síðasta árið.....
....ég þarf að fara að kanna hvort þvottavélin er e-ð að klikka .... Svo var eldað folaldafille með tilheyrandi meðlæti og veigum....**sluuurp**...
Á laugardaginn (eftir tiltekt og þrif) fórum við Dögun á þessa fínu afmælishátíð hjá Grunnskólanum á Egilsstöðum. Skólinn fagnaði 60 ára afmæli og var í tilefni af því slegið upp skemmtilegri sýningu á munum og myndum frá skólastarfi síðustu 60 ára. Vel heppnuð sýning!
Óðinn eldaði svo dýrindis saltfisk og vafði svo folaldafille-sneiðum utan um döðlur og ólífur.....**meira sluuurp**...
Sunnudagurinn fór í þrif hjá okkur mæðgum, eða rétta sagt mér. Bíllinn var tekinn í gegn (í bílastæðinu á Mánatröð 6) þar sem að á að skila honum inn á næstu dögum og leysa út nýja gullmolann. Verst að ég þreif hann svo vel að ég tými ekki að láta hann frá mér núna. Dögun dandalaðist í garðinum hjá ömmu og afa á meðan. Svo í miðjum klíðum var kallað inn í lummur og kakó. Eftir það var Dögun inni og lét afa sinn lesa fyrir sig og leika í dúkkuleik með sér.
Stefán Númi bauð svo í eðal súkkulaðiköku og kaffi seinni partinn sem hann gerði sjálfur og okkur Lagarásbúum finnst að hann eigi að gera það að venju á hverjum sunnudegi.....
Að lokum var borðað ómótstæðilegt saltfisk-lasagnia ala Óðinn. Mæli með því þó það hljólmi skringilega..... **þriðja sluuuurp-ið**......
Og enn á ég bágt með að skilja hvað fötin mín skreppa saman........
Monday, October 29, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Ohh það er alveg óþolandi þegar að fötin taka upp á því að skreppa svona saman..
mun skemmtilegra þegar þvottavélin bilar þannig að hún stækkar þau =)
Folalda .. FOLALDA Steinrún. Og þú bara slefar. Ég get ekki að því gert. Ég er haldin fordómum.
Ég sé hreint ekkert samhengi á milli þessara atriða. Hinsvegar er hræðilegt að heyra að þvottavélin þín sé biluð.
Velkomin í netheima : )
G og A:jamm, þessar þvottavélar eru e-ð undarleg fyrirbæri.
Sigga: Folaldakjöt er bara það besta kjöt (á eftir kengúrusteik) sem ég hef smakkað! Finnur ekki mýkra kjöt.... og ekki reyna að halda því fram að þú borðir ekki LAMBAkjöt! ;o)
Post a Comment