Aldrei þessu vant voru þær bara á nokkurð viðráðanlegu verði, enda ekki beint úr gallaefni, en þó á tvöföldu því verði sem Diesel buxur kostuðu fyrir 5 árum. Hinar tvennar Dieselbuxurnar sem ég hef átt um ævina voru "made in Italy" sem mér fannst alltaf nokkuð gleðilegt því ég er alltaf hálfur Ítali í hjarta mínu og finnst líka rétt að kaupa fatnað sem er framleiddur í Evrópu. En þegar ég tók pissupásu í vinnunni í gær þá brá mér heldur en ekki í brún....... við mér blasti stór miði: "made in China"! Ekki það að ég haldi að á meðan framleiðslan var í Evrópu hafi Evrópubúar saumað flíkurnar, örugglega mest innflytjendur frá Afríku og víðar, en þó ólíklegra að börn hafi komið við sögu.
Það lá við að ég dytti ofan í klósettskálina af gremju. Diesel er sem sagt löngu farið að framleiða fatnaðinn sinn í Kína og menga þar með það litla af því hreina landi sem þar finnst. Fátækt fólk og börn látin sauma tískuflíkurnar upp á okkur hræsnarana. En verðið lækkar samt ekki þrátt fyrir minni framleiðslukostnað hjá fyritækinu. Ó nei.
Ef buxurnar mínar væru ekki svona vel saumaðar (greinilega saumaðar að nettum höndum með mikla færni) og þægilegar myndi ég henda þeim í ruslið!
Því auglýsi ég hér með eftir henni litlu Tai Yi sem vandaði sig svo við að sauma buxurnar mínar, ég hef hug á að bjóða henni og fjölskyldu hennar út að borða á Mc Donalds.
4 comments:
já ég held því miður að flestar tískuvörur séu að einhverju leyti framleiddar undir vafasömum kringumstæðum. Það er amk þrautin þyngri að finna vöru sem þú getur stólað 100% á að er saumuð og framleidd af "venjulegu" fólki undir "venjulegum" aðstæðum.
ég gubbaði pínu upp í munninn á mér við þennan lestur. við erum ógeð
sauma sjálf....
ég held að því miður sé nánast ómögulegt að sneiða fram hjá "swett shop" fötum. nema með því að sauma sjálfur eða fara til klæðskerans. allt lable dót sem og discount drasl er framleitt við óviðunadni aðstæður.
what to do, what to do
Tai litla Yi blóðgaði á sér fingurgómana við að sauma handa þér pæjubuxur og þú ætlar að bjóða henni á McDonalds! Ekkert rugl - Argentína eða Sjávarkjallarinn...
Post a Comment