Friday, October 26, 2007

Klárlega föstudagur í dag!





Ég er búin að verja morgninum í að skrá inn fasteignir í fasteignamat ríkisins. Ekki mjög gefandi en vissulega áríðandi verkefni fyrir sveitafélagið. Það góða er að á meðan hlusta ég á góða tónlsit og læt mig dreyma:

*Um Mac Book Pro með nýja stýrikerfinu (sem kemur út í dag um allan heim)

*Um að það er föstudagur í dag

*Um hvað Óðinn ætlar að elda gott handa mér í kvöld.

*Um að splæsa á mig fallegri flík á morgun

*Um að fara í litun og plokkun bráðum og klippingu og skol (sem hefur ekki verið gert síðan í janúar)

*Um að eiga eitt af þessum stóru einbýlishúsum sem ég er að skrá inn

*......

Svo gott að láta sig dreyma stundum.

Annars er það helst að frétta þessa dagana að Dögun telur sig vera strák og tekur það ekki í mál að hún sér af hinu kyninu, hún verður bara reið og gargar. Það er helst að það megi kalla hana stelpustrák. En hins vegar er hún líka ákveðin í því að pabbi hennar sé stelpa. Svo er hún alls ekki lítil heldur stór, og aumingja sá sem minnist á annað við hana! En Dögun verður örugglega fínn pabbi, sama hvað hún er að gera, alltaf er dúkkan með. (mynd stolið af leikskólanum)


Um daginn var ég að fara að undirbúa kvöldmat og spurði Dögun hvað ég ætti að hafa í matinn. Hún horfði á mig eins og ég væri e-ð skrýtin....."Pabbi elda matinn, ekki þú mamma!" Þá höfum við það. Eftir það hef ég eldað alla vikuna til að sýna barninu að mamma kann líka að elda, Óðni til mikillar ánægju.

Það var bangsadagur á leikskólanum í dag, sem b.t.w. var aldrei auglýstur, og auðvitað komum við Dögun ekki með bangsa. Þegar það uppgötvaðist gellur í þeirri litlu: "Mamma klaufi!!". Ég var vinsamlegast send heim aftur að ná í e-ð tuskudýr. Blessunarlega vorum við í fyrra fallinu í dag og ég náði í vinnu á réttum tíma þrátt fyrir allt.

Læt í lokin fylgja með 2 myndir af leikskólanum hennar Dögunar, stolnar beint af heimasíðunni hjá þeim. Linkurinn er hér til hliðar undir Dögun leikskóli.

Góða helgi folks!




3 comments:

Unknown said...

hæ! Gegt duglegur bloggari (enn sem komið er hehe...). Halda þessu áfram barasta :)

Anonymous said...

Já, Dögun er stóri strákurinn hennar ömmu sinnar þessa dagana. Er að uppgötva ýmsar skrýtnar hliðar tilverunnar þessa dagana.

anna björk mamma

Anonymous said...

það væri fínt að geta valið svona þegar manni hentar. ekki það að ég sé eitthvað ósáttur, bara forvitinn...

guggi